Vill ekki kynlíf eftir að hún eignaðist titrara

Eiginkonan er mjög sátt með titrarann.
Eiginkonan er mjög sátt með titrarann. Getty images

Ungur maður leitar ráða hjá kynlífsfræðingi því kynlífið varð miklu daprara eftir að eiginkonan eignaðist titrara.

Við höfum verið saman í sex ár. Hún er 32 ára en ég 36 ára. Við höfum alltaf verið góð saman og stundað kynlíf reglulega. Ég passa upp á að við stundum kynlíf nokkrum sinnum í viku. 

Ég veit aldrei hvort hún fái fullnægingu í kynlífinu. Hún segir aldrei neitt, snýr sér bara á hliðina og fer að sofa.

Um daginn bauð besta vinkona hennar henni í kynningu á kynlífstækjum og það kom mér mjög á óvart að konan mín skyldi samþykkja að fara. Svo kom hún heim með titrara.

Í fyrstu var hún mjög feimin að nota hann en nú vill hún nota titrarann í hvert skipti sem við erum saman. Nú segist hún jafnvel ekki þurfa kynlíf. Ég hins vegar sakna mjög nándarinnar.

Svar ráðgjafans:

Hún er kannski feimin í rúminu og kynlífstækið hefur sýnt henni hvernig tilfinningar hægt sé að fá. En hún getur vissulega upplifað svipaðar tilfinningar með þér.

Fæstar konur fá fullnægingu með samförum einum saman. Það þarf að örva snípinn og önnur svæði.

Næst skaltu biðja hana um að sýna þér hvað það er sem titrarinn gerir og lætur hana setja hendur þínar á rétta staði og þú skalt fara eftir hennar leiðbeiningum.

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál