Keypti kort handa henni í ræktina

Betra er að ræða málin en kaupa afmælisgjöf sem gæti …
Betra er að ræða málin en kaupa afmælisgjöf sem gæti sært tilfinningar. Getty Images/iStockphoto

Kona lýsir því hvernig hún brást við þegar eiginmaðurinn gaf henni kort í líkamsrækt í afmælisgjöf. 

„Við höfum verið gift í tíu ár. Við kynntumst í hlaupaklúbbi og höfðum bæði mikinn áhuga á heilsu og hreyfingu. Allt breyttist þó þegar ég veiktist af kórónuveirunni. Ég fann fyrir stöðugri þreytu sem fór ekki.

Þrátt fyrir að borða rétt þá náði ég ekki að hreyfa mig jafnmikið og ég var vön. Ég varð úrvinda eftir bara stuttan göngutúr. Mér leið illa þannig að ég þyngdist. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir mig þar sem ég var vön að geta hlaupið að minnsta kosti 5 km án þess að finna fyrir því. Nú gat ég rétt svo gengið 1 km í einu, nokkrum sinnum í viku.

Ég bætti á mig 5 kg. Það tóku ekki allir eftir þessari þyngdaraukningu en ég gerði það og líka eiginmaður minn. Hann fór að minnast á þetta smátt og smátt. Sagði að kjóllinn passaði ekki jafnvel á mig og áður. Eins ef ég fékk mér eftirrétt, þá sagði hann eitthvað.

Fyrst angraði þetta mig ekki en svo gerðist þetta oftar og oftar. Ég varð óöruggari.

Loks átti ég afmæli og eiginmaðurinn gaf mér umslag með nafninu mínu á. Fyrst hélt ég að ég væri að fá gjafabréf í nudd en svo sá ég að þetta var kort í líkamsrækt.

„Til að koma þér af stað,“ sagði eiginmaðurinn brosandi.

Ég missti mig. Ég fylltist af bræði og fór að gráta. Ég var vonsvikin og sagði honum að þetta væri hræðileg gjöf og ég myndi ekki nota hana. Hann veit að ég hata líkamsræktarstöðvar og hef alltaf gert. Svo vil ég kljást við mína heilsu sjálf. Hann sagðist hins vegar vilja hjálpa auk þess sem hann saknaði þess að við æfðum ekki lengur saman.

Gjöfin var illa ígrunduð en varð þó til þess að við gátum rætt málin af hreinskilni og skilið hvort annað betur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál