Óhugnanlegir karlar í ræktinni

Rannsóknir sýna að konur þurfa að þola mikið áreiti í …
Rannsóknir sýna að konur þurfa að þola mikið áreiti í ræktinni. Ljósmynd / Getty Images

Rannsókn sem unnin var á vegum Origym líkamsræktarstöðvar leiddi í ljós að sex af hverjum tíu konum voru áreittar í ræktinni og 31% kvenna leið betur í stöðvum þar sem kynin voru aðskilin.

„Ég hef verið meðlimur í líkamsræktarstöð í áratug og get því sagt ótal sögur af óhugnanlegum eða „krípí“ körlum í ræktinni. Vinkonur mínar líka,“ segir pistlahöfundur The Times.

Áreitni alls staðar

„Ég hef átt aðild að mörgum líkamsræktarstöðvum í gegnum tíðina, flottum og dýrum stöðvum sem og minna fínum. Ég get fullyrt að áreitnin á sér stað alls staðar. Þetta gerist ekki á hverjum degi, og það eru ekki allir karlar svona heldur frekar fáir. En þeir eru alveg nógu margir til þess að ég og allar mínar vinkonur hafa lent í svona manni.“

„Hegðun þeirra er margvísleg. Stundum eru þetta óviðeigandi athugasemdir eða bara blákalt boð um að stunda kynlíf inni á baðherbergi.“

Byrjar með sakleysislegum athugasemdum

„Oftast byrjar þetta í rýminu þar sem verið er að lyfta lóðum. Þeir koma og reyna að leiðbeina þér með tæknina eða spyrja hvernig þjálfunin gangi. Svo fara þeir beint í að tala um klæðnaðinn manns, hversu þröng fötin eru og svo framvegis.“

„Þeir virðast telja að þar sem maður er þarna til þess að æfa líkamann þá sé allt í lagi að tala um hvernig hann lítur út. En það er stór munur á að útskýra fyrir manni hvernig maður á að gera hnébeygjur fyrir rassvöðvana eða hvernig rassinn manns lítur út í leggings.“

„Ég er alltaf með heyrnartól í ræktinni til þess að minnka líkur á að einhver gefi sér á tal við mig. En sumir fatta það ekki.“

Þurfti að skipta um stöð

„Fyrir nokkrum árum þurfti ég að skipta um líkamsræktarstöð því það var alltaf einn sem lét mig ekki í friði. Hann vildi símanúmerið mitt. Ég sagði nei en hann hélt samt alltaf áfram og áfram í hvert skipti sem ég rakst á hann í ræktinni. Hann elti mig um ræktina og ég reyndi að hunsa hann. Ég fékk ekki einu sinni frið á hlaupabrettinu því hann fór þá bara á hlaupabrettið við hliðina á. Það að reyna að forðast hann var orðið svo þreytandi að mér fannst einfaldast að fara annað.“

„Vinkona mín lenti í því að fá viðhengi „air-droppað“ til sín í símann frá óþekktum aðila. Í viðhenginu var mynd af miða þar sem stóð: „viltu fara inn á klósett að ríða?“ Hún var að lyfta lóðum, umkringd tíu körlum sem allir höfðu símann nálægt sér. Hún hafði ekki hugmynd um hver væri að senda þetta. Hún tilkynnti þetta til stöðvarinnar en það var lítið hægt að gera.“ 

Misjafnlega tekið á áreiti

„Líkamsræktarstöðvar eru mjög misjafnar þegar kemur að því að takast á við áreitni. Margar þeirra hafa skilti þar sem segir að tekið sé harkalega á öllu áreiti. Svo eru starfsmenn sífellt á ferli. En í eitt skipti kvartaði vinkona mín yfir manni sem var sífellt að stara á hana. Starfsmaðurinn kallaði á manninn og talaði við hann fyrir framan vinkonu mína. Henni fannst þetta allt saman ákaflega neyðarlegt og erfitt.“

„Stundum skortir líka starfsfólk og þá er enginn til þess að leita til.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál