Algengustu kynlífsspurningar kvenna á fimmtugsaldri

Hvernig er best að krydda upp á kynlífið?
Hvernig er best að krydda upp á kynlífið? mbl.is/Colourbox

Forvitni er frumhvöt í átt að betri líðan, skilning og eitt af okkar grundvallareinkennum. Það er fullkomlega eðlilegt að vera forvitin um kynlíf, hugsa um kynlíf og stunda kynlíf og það á hvaða aldursskeiði lífsins. Margir verða þó forvitnari um ýmislegt tengt kynlífi, nánd og heilsu þegar þeir fara að eldast en forðast að ræða það við maka og vini og leita því svara á netinu. 

Leitarsíðan Google tók sig til og skoðaði vinsælustu leitarorðin á síðunni tengd kynlífi eftir fertugt. Hún gerði einnig samanburðarkönnun hjá konum á fimmtugsaldri þar sem þær voru spurðar út í það sem þær leituðu sér helst svara um varðandi sig, makann og kynlífið. Google ráðfærði sig sömuleiðis við sex kvensjúkdómalækna og fékk að heyra hvaða spurningar og vangaveltur eru algengastar frá konum á aldursbilinu 40-49 ára. 

Hér er samantekt yfir algengustu spurningar og vangaveltur kvenna á fimmtugsaldri varðandi kynlíf, nánd og heilsu.

  1. Hversu mikið kynlíf á 40 ára gömul kona að stunda að meðaltali?
  2. Breytist kynhvötin á fimmtudagsaldri og hvernig?
  3. Hversu lengi á kynlíf að vara fyrir einstaklinga á fimmtugsaldri?
  4. Endast karlmenn lengur á fimmtugsaldri? 
  5. Frábært kynlíf eftir fertugt. 
  6. Er betra að skipuleggja kynlífið?
  7. Þurrkur í leggöngum. 
  8. Hvernig á að ræða við makann um ristruflun? 
  9. Hlutverkaleikur. 
  10. Hvernig er best að krydda upp á kynlífið? 
  11. Á hvaða aldri hætta konur að vilja stunda kynlíf?
  12. Hvernig er kynlíf eftir fertugt í raun og veru?
  13. Virka grindarbotnsæfingar?
  14. Hversu reglulega þarf 40 ára karlmaður að stunda kynlíf?
  15. Verður kynlíf betra með aldrinum?
  16. Hvernig er best að auka kynhvöt makans? 
  17. Hvenær er kona komin á það sem kallast „besta aldur“?
  18. Að fara á stefnumót á fimmtugsaldri?
  19. Einnar nætur gaman.
  20. Hvernig er best að að prófa nýja hluti í svefnherberginu?
  21. Hefur streita áhrif á kynlíf?
  22. Hvaða matvæli eru frygðaraukandi?
  23. Áhrif öldrunar á leggöngin.
  24. Get ég fengið fullnægingu eftir tíðahvörf?
  25. Hvað er tantra kynlíf?
  26. Hvernig á að nota kynlífsleikföng í svefnherberginu?
  27. Kynlíf eftir skilnað.
  28. Er eðlilegt að ég sé með hærri kynhvöt eftir tíðahvörf?
  29. Er ég of gömul til að prófa...?
  30. Sársauki við kynlíf.
  31. Mun breytingaskeiðið skaða kynlífið mitt?
  32. Hvernig veit ég hvenær það er óhætt að að hætta að nota getnaðarvarnir?
  33. Hvaða getnaðarvarnir eru öruggastar fyrir konur á mínum aldri?
  34. Veikari fullnæging með aldrinum.
  35. Mögulegar áhættur þess að vera með nýjum manni. 
  36. Á ég að kaupa titrara?
  37. Hverjar eru bestu og öruggustu leiðirnar til að stunda sjálfsfróun?
  38. Hvaða vefsíður eru hentugastar fyrir konur á fimmtugsaldri til þess að kynnast einhleypum mönnum?
  39. Hvernig á að koma í veg fyrir HPV-veiruna?
  40. „Ég er ekki í skapi til þess.“
  41. Af hverju fæ ég þvagblöðrusýkingu í hvert sinn sem ég stunda kynlíf?
  42. Eru ákveðnar stellingar eða kynlífsleikföng sem gera mig viðkvæmari fyrir sýkingum?
  43. Gott sleipiefni.
  44. Hvað felst í aðgerð á skapabörmum? 
  45. Nýjustu kynlífsleikföng/titrara.
  46. Hvernig er best að auka kynhvötina?
  47. Makinn minn vill stunda meira kynlíf en ég.
  48. Er eðlilegt að...?
  49. Á ég að fara í hormónauppbótarmeðferð?
  50. Hvernig á að stunda kynlíf þegar maður er þreyttur?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál