Eldri konur hamingjusamari með yngri mönnum

Aldursbil forsetahjóna Frakklands, Brigitte og Emmanuel Macron, hefur vakið athygli …
Aldursbil forsetahjóna Frakklands, Brigitte og Emmanuel Macron, hefur vakið athygli þar sem Brigitte er 24 árum eldri en Emmanuel. AFP

Aldursbil í ástarsamböndum vekur alltaf mikla athygli. Fólk virðist þó frekar hneyksla sig á aldursbilinu ef konan er eldri en maðurinn. Þrátt fyrir það benda rannsóknir til þess að eldri konur séu hamingjusamari með yngri mönnum. Hvers vegna skyldi það vera?

Kynfræðingurinn Justin J. Lehmiller skrifaði á dögunum áhugaverða grein á Psychology Today þar sem hann fór yfir rannsóknir á ástarsamböndum þar sem konan er eldri en maðurinn. 

Rannsóknir á aldursbili í ástarsamböndum hafa sýnt að konur sem eru meira en 10 árum eldri en karlkyns maki þeirra eru bæði ánægðari og tilbúnari að skuldbinda sig í samböndum sínum samanborið við konur sem voru yngri eða nálægt maka þeirra í aldri.

Lehmiller segir að rannsóknir sýni ennfremur að þó svo pör með eldri konu og yngri karlmanni gætu upplifað mikla félagslega mótstöðu þá komi það ekki endilega í veg fyrir að þau pör geti þróað sterk og mjög ánægjuleg sambönd.

Hvers vegna eru eldri konur ánægðari með yngri mönnum?

„Það gæti til dæmis verið vegna þess að þegar konan er eldri þá er aukið jafnrétti í sambandinu. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að meira jafnrétti í samböndum hefur tilhneiging til að gera pör hamingjusamari,“ útskýrir Lehmiller.

„Kannski snýst þetta samt ekki svona mikið um jafnrétti heldur það að konur verði ráðandi. Við vitum að margir karlmenn eru hrifnir af þeirri hugmynd að lúta í lægra haldi fyrir ráðandi og öflugri konu, en þeir sjá þau einkenni gjarnan í eldri konum,“ skrifar hann og bendir á vinsældir kláms þar sem konan er eldri en maðurinn.

„Kannski er það tilfinningin um valdeflingu sem á endanum veitir konum meiri ánægju, og kannski gerir þessi valdefling konum kleift að fá meira af því sem þær vilja, kynferðislega og á annan hátt,“ bætir hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál