Fimm merki um að makinn gæti verið að halda framhjá þér

Pexels/Vera Arsic

Þú hefur eflaust heyrt mörg merki um framhjáhald frá vinum og vandamönnum. Það er þó ekki alltaf hægt að finn merki um slíkt því sumir eru ótrúlega varkárir í því hvernig þeir haga málum sínum. Nokkur merki er þó nánast ómögulegt að fela og auðvelt er að bera kennsl á þau.

Hér eru fimm merki um að maki þinn sé að halda framhjá þér.

Makinn fer að hugsa meira um útlitið

Ef makinn þinn hefur alltaf haft mikið fyrir útlitinu er engin ástæða til þess að óttast. En ef makinn er ekki vanur því að nota hárvörur, nota andlitsmaska eða kaupa sér ný og stílhrein föt og fer allt í einu að taka upp á því, þá gætir þú viljað spyrja sjálfan þig hvaðan þessi nýi áhugi kemur.

Þetta gæti að sjálfsögðu verið eitthvað saklaust, en það er möguleiki á að hann sé að gera þetta fyrir einhvern annan aðila.

Makinn hagar sér undarlega þegar kemur að símanum

Árið 2023 er nánast ekki hægt að halda framhjá án hjálpar snjallsímans. Ef makinn verður sérstaklega varkár í kringum þig þegar hann er í símanum, eins og deyfa birtustigið, ganga úr skugga um að hann sé aldrei í augnsýn þinni, slökkva á öllum tilkynningum eða breyta lykilorðinu svo þú vitir það ekki, eru allar líkur á að þar sé eitthvað að sjá sem makinn vill ekki að þú sjáir.

Makinn segir þér of mikið

Lykillinn að góðri lygi eru smáatriði. Ef makinn þinn er vanur lygari þá veit hann af því. Einstaklingur sem heldur framhjá mun örugglega vita að hann þurfi fjarvistarsönnun fyrir þau skipti sem hann hverfur. Því mun hann líklega ganga úr skugga um að fjarvistarsönnunin sé örugg.

Þú munt fá að vita svo mikið af smáatriðum um hvar makinn var og hvað hann gerði. Saklaus manneskja fer frjálslega með áætlanir sínar, en fyllir upp í með smáatriðum ef hún er spurð nánar út í þær. Sek manneskja mun gefa þér allt of mikið af upplýsingum strax í upphafi.

Makinn fer skyndilega í vörn

Ef þér finnst maki þinn vera oftar pirraður eða missa stjórn á skapi sínu oftar en vanalega, þá er möguleiki á að það stafi vegna sektarkenndar. Ef þér finnst makinn vera í óþarflega mikilli vörn gæti framhjáhald verið orsökin.

Manneskja sem er sek um framhjáhald er spurð út í breytingar á hegðun eða breytingar á sambandi ykkar upplifir mun meiri streitu en manneskja sem er saklaus. Sú seka mun vita nákvæmlega hver sé ástæðan fyrir þessum breytingum er og skammast sín sennilega fyrir það.

Makinn fær skyndilega nýtt áhugamál

Hér er ekki átt við skyndilegan áhuga á brimbrettum þegar þið eruð í strandfríi eða einangruð og saklaus breyting á áhugamáli. Það er bara gangur lífsins. Hér er hins vegar átt við áhuga á ýmsu nýju sem makinn hefur aldrei sýnt áður og hefur enga sérstaka ástæðu til þess. Sem dæmi má taka tegund tónlistar sem makanum var alltaf sama um, áhugi á nýrri matargerð sem honum áður mislíkaði, eða áhugi á einhverju sem þeir hafa aldrei lýst yfir áhuga á áður. 

Ástæðan fyrir mörgum nýjum áhugamálum gæti hugsanlega verið nýr maki sem hefur áhuga á þessum tilteknu hlutum og hefur deilt því með þínum maka.

Hafa verður í huga að sumt þetta gæti þýtt nákvæmlega ekkert og þú ættir aðeins að skoða nánar ef þú hefur nú þegar á tilfinningunni að maki þinn gæti verið að halda framhjá þér. Opið og heiðarlegt samtal er alltaf besta ráðin ef þér finnst þú geta átt slíkt.

GQ

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Valgeir Magnússon
Valgeir Magnússon
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál