Tilboðunum rignir inn eftir megrunina

Jennifer Hudson.
Jennifer Hudson.
Söngkonan Jennifer Hudson hefur létt sig um tæplega helming, en hún var rúmlega 80 kíló þegar hún byrjaði í líkamsræktarátaki sínu fyrir rúmlega ári síðan. Nú er hún komin niður í tæplega 50 kíló og segir að líf sitt hafi tekið stökkbreytingu. Hún segist mæti allt öðrum viðhorfum frá fólki eftir að hún grenntist.  Jennifer Hudson segir að megrunin hafi algerlega breytt lífi hennar og frami hennar hafi aukist til muna eftir að losaði sig við fitupúkann. Þegar hún var sem þyngst klæddist hún fötum í stærð 16, í amerískum stærðum, en er nú komin niður í stærð 4.  Hún segir að það hafi verið svolítið undarlegt að átta sig á því hvað lífið biði upp á miklu meiri tækifæri sem granna konan heldur en þybbna. Áður hafi hún ekki áttað sig á þessu og verið sátt því hún þekkti ekkert annað.  Þegar hún losaði sig við kílóin komst hún að því að eigin raun hvernig það virkilega er að vera stjarna. Nú rigna inn spennandi tilboð og veit hún varla í hvorn fótinn hún á að stíga. Hann er merkilegur þessi heimur!
Söngkonan Jennifer Hudson.
Söngkonan Jennifer Hudson. JASON REDMOND
Jennifer Hudson sings the national anthem before the NFL's Super ...
Jennifer Hudson sings the national anthem before the NFL's Super Bowl XLIII football game in Tampa JEFF HAYNES
Jennifer Hudson arrives at the 51st annual Grammy Awards in ...
Jennifer Hudson arrives at the 51st annual Grammy Awards in Los Angeles DANNY MOLOSHOK
mbl.is

Bloggað um fréttina