„Ég held að flestir eigi erfiðar samskiptasögur“

Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona.
Elma Stefanía Ágústsdóttir leikkona.

Leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir segir í nýjasta hefti Nýs lífs að líf hennar hafi byrjað að blómstra eftir að hún sleppti tökunum. Í vetur vakti hún athygli þegar hún lék í Harmsögu, sem eiginmaður hennar Mikael Torfason, eða Mikki eins og hún kallar hann, skrifaði. Verkið fjallar um ofsafengin samskipti ungra hjóna.

„Margt í Harmsögu er úr mínum reynslubanka. Við Mikki spjölluðum mikið um þessa hluti á meðan hann skrifaði verkið og hann bætti ýmsu við sem kom frá mér. Ég held að flestir eigi erfiðar samskiptasögur að baki, hvort sem það er í formi stormasamra rifrilda eða bara fýlu. En þegar tvær manneskjur festast í vondum samskiptaspíral þar sem hvorugur aðilinn er tilbúinn að taka ábyrgð og ganga út úr aðstæðunum þá heldur spírallinn bara áfram og getur endað voveiflega, eins og hjá parinu í Harmsögu. Í byrjun æfingaferlisins var sálfræðingur fenginn til að lesa verkið yfir og sagði hann öruggt að við leikararnir þyrftum á sálfræðiaðstoð að halda með svona krefjandi vinnu fyrir höndum. Spurningin sem brann mest á mér var hvort þetta par hefði á einhverjum tímapunkti átt séns svo það var gott að geta velt þessu fyrir sér með sálfræðingi sem fullvissaði mig um að það hefði aldrei verið möguleiki. Það er svo margt sem mig langar að segja við þá sem finna sig í þessum spíral en fyrst og fremst væri það „hlauptu burtu“,“ segir Elma Stefanía í viðtalinu.

Harmsaga var valin til að taka þátt í alþjóðlegu leiklistarhátíðinni World Stages sem fram fór í Kennedy Center i Washington í mars. Leikritið hlaut góðar viðtökur og leikararnir voru lofaðir í hástert. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál