Þyngdist og léttist á víxl

Þorsteinn Bachmann fer með aðalhlutverkið í Vonarstræti sem frumsýnd verður ...
Þorsteinn Bachmann fer með aðalhlutverkið í Vonarstræti sem frumsýnd verður í kvöld. Ljósmynd/Brynjar Snær

Þorsteinn Bachmann leikari fer með eitt af aðalhlutverkunum í Vonarstræti sem frumsýnd verður í kvöld. Í kvikmyndinni fer hann með hlutverk Móra sem er drykkfeldur rithöfundur og bóhem. Hann fær ekki frið fyrir óbærilegum minningum nema í botni flöskunnar. Ég heyrði í Þorsteini og spurði hann hvort hann hefði gert eitthvað sérstakt í tilefni dagsins.

„Ég fór á söguslóðir myndarinnar í morgun, gekk Vonarstræti og settist svo niður á bekk við Reykjavíkurtjörn og hugleiddi það ferli sem þessi mynd hefur verið síðustu ár fyrir mig og mína. Ég er ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið að fara í þetta ferðalag með Móra vini mínum, Baldvini leikstjóra og öllum hinum. Svo fór ég ræktina, sund og gufu. Það tilheyrir ávallt frumsýningardegi og hefur gert alla tíð. Það er á vissan hátt auðveldar að frumsýna í bíói en í leikhúsi því ég get engu um breytt varðandi útkomu myndarinnar. Nú er bara að mæta og sjá hver viðbrögð áhorfenda verða,“ segir hann.

Hvernig undirbjóstu þig fyrir hlutverkið?

„Ég fékk hlutverkið nánast 2 árum áður en tökur hófust. Við Baldvin áttum reglulega fundi og ég fékk að vera með í þróun handrits að einhverju leyti. Ég skoðaði skáld og útigangsmenn mikið á þessum tíma, bæði lífs og liðinna. Ég bjó mér til lagalista með lögum sem mér fannst tilheyra hugarheimi Móra og var svo heppinn að fá frumdrög að tónlist Ólafs Arndals inn á þann lista. Ég hlusta mikið á tónlist þegar ég er að skapa hlutverk og þetta fylgdi mér allt tökutímabilið. Síðan var þetta auðvitað bara botnlaus sálgreining og tilraunir og æfingar með leiktækni sem hæfðu hlutverkinu. Ég þurfti að leika drykkjumanninn á tveimur tímabilum og reyndi því að vera í  góðu formi líkamlega til að geta rokkað fram og til baka í þyngd, styrk o.þ.h. Annars á Kristín Júlla smikan í Vonarstræti mestan heiðurinn að útliti mínu í myndinni,“ segir hann.

Hvernig fórstu að því að léttast og þyngjast til skiptis? „Það er ekkert mál að þyngjast en ég lærði að skera mig niður á 12-24 tímum með því að tala við Halla Hansen og strákana í World Class. Uppskriftin er atvinnuleyndarmál,“ segir hann og hlær.

Hvernig þá? „Kaleorid heita töflurnar. Þær fást í apótekum og eru ekki lyfseðilskyldar en þær halda vatni í vöðvunum. Á þessum tíma drekur maður ekki dropa af vatni né öðrum vökva. Það fara svona 3-6 kíló með þessu. Giftingarhringurinn minn rann af í hvert skipti sem ég gerði þetta.“

Þorsteinn lagði mikið á sig til að setja sig í spor drykkjumannsins og gera hann trúverðugan.

„Ég reyndi að sjá og skynja heiminn með augum skáldsins. Ég gaf mér að Móri væri brotinn maður með þungann harm í brjósti sem þó reynir eftir fremsta megni að halda sér á floti í lífinu. Hann er á vissan hátt fjarrænn áhorfandi að lífinu. Ég ímyndaði mér að veröld slíks manns væri fljótandi, eilítið gruggug en á köflum býsna skondin líka. Móri fótar sig áfram á þunnum ís tilgerðarlegrar tilveru í þjóðfélagi þykjustunnar en undir niðri býr helblár harmurinn og hyldýpi minninganna. Maðurinn er jú skáld.“

Þorsteinn er viss um að Vonarstræti eigi eftir að hreyfa við fólki. „Ég held að þessi mynd eigi eftir að hreyfa við fólki. Þarna birtist íslenskur veruleiki liðinna ára í mörgum og ólíkum myndum. Handritið lofaði strax mjög góðu og ef maður hefur lært eitthvað á langri vegferð í því starfi sem ég stunda þá er það að útkoman verður sjaldan betri en uppskriftin.  Hvað sjálfan mig varðar þá veit ég fyrir víst að ég lagði alla mína lífs-  og sálarkrafta í þetta. Meira getur maður ekki gert. Ég er spenntur að sjá viðbrögðin.“

Og í hverju ætlar þú að vera í kvöld?

„Það er einfalt: Svartur smóking, hvít skyrta og sennilega slaufa. Svartir skór.“

mbl.is

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

23:00 Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

20:31 Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

16:57 Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15:00 Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

13:30 Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

10:03 Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »

Fröken Fix hannaði eldhúsið

06:00 Sesselja Thorberg, innanhússhönnuður og eigandi Fröken Fix, hannaði eldhús fyrir fjölskyldu í Reykjavík. Hún segir að eldhúsið sé blanda af nokkrum þáttum. Meira »

10 atriði sem menn ljúga um á stefnumótum

í gær Það er ekki sniðugt að ljúga um hjúskaparstöðu á stefnumótum en fjölmargir karlar eru sekir um þá lygi. Enn fleiri hafa þó logið til um fjölda rekkjunauta. Meira »

Á ég að stofna fyrirtæki eða ekki?

í gær „Núna stend ég á krossgötum þar sem ég er að klára háskólanám í desember og hef lengi vel verið með þá flugu í hausnum að stofna fyrirtæki. Núna er flugan farin að fljúga hraðar þar sem við erum núna tveir úr náminu sem erum að hugsa um að stofna fyrirtæki saman, og hugmyndin því komin skrefinu lengra.“ Meira »

Sprautaði barnaolíu í varirnar

í gær Barbie-fyrirsætan Kerry Miles er ekki hætt að fara í fegrunaraðgerðir þrátt fyrir að barnaolíu var sprautað í varir hennar.   Meira »

Ert þú með einkenni vinnustress?

í gær „Fólk gengur um með vinnusíma þar sem tölvupósturinn dettur inn allan daginn. Með tilkomu snjallsímanna getur „netrúntur“ í símanum hreinlega orðið að áráttu eða fíkn. Margir hafa tilhneigingu til að „athuga“ í sífellu hvort eitthvað hafi gerst og áður en þeir vita af er vinnupósturinn orðinn fastur liður í netrúntinum, líka þegar heim er komið.“ Meira »

Komdu í veg fyrir að þykkna um jólin

í gær „Við könnumst flest við að borða aðeins of mikið yfir jólahátíðina. Þetta einfalda ráð sem ég ætla að deila með þér í dag gæti verið lausnin til að fyrirbyggja ofát og sleppa þannig við aukakílóin og slenið sem því fylgir,“ segir Júlía. Meira »

Forsetafrúrnar flottar í tauinu

í gær Brigitte Macron og Melania Trump hittust um síðustu helgi í sínu fínasta pússi. Sú franska var töff að vanda en frú Trump í öllu hefðbundnari klæðnaði. Meira »

Hversu oft á að stunda kynlíf?

í fyrradag Er ég að stunda nógu mikið kynlíf? Þetta er spurning sem fólk veltir fyrir sér hvort sem það er hamingjusamt eða ekki.   Meira »

Simbi framfleytti sér með glæpum

13.11. Sigmundur Geir Helgason, Simbi, væri líklega ekki á lífi í dag ef hann hefði ekki komist í meðferð í Hlaðgerðarkoti fyrir tæpu einu og hálfu ári. Hann framfleytti sér með glæpum um árabil. Meira »

Fóru í hjónabandsráðgjöf

13.11. Michelle Obama segir að hún og Barack Obama vinni í sambandi sínu og það sé eðlilegt að vilja fara frá maka sínum.   Meira »

Sagan hennar Sunnu Elvíru

13.11. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir komst í fréttir í byrjun árs þegar hún féll á milli hæða á heimili sínu á Spáni 19. janúar. Hún lamaðist í slysinu og mun aldrei geta gengið aftur. Meira »

Gjörbreytti borðstofunni fyrir 40.000

13.11. Inga Rut Pétursdóttir fékk alveg nýja borðstofu fyrir 40.000 krónur. Hún málaði í litnum Djúpur sem er litur úr litakorti Sæju hjá Slippfélaginu. Meira »

83 milljóna útsýnisíbúð í Garðabæ

13.11. Við Löngulínu í Garðabæ stendur ákaflega falleg 138 fm íbúð á besta stað við sjóinn. Íbúðin er smekklega innréttuð.   Meira »

Komst yfir sjálfsvígshuganirnar

13.11. Bill Lokey segir frá reynslu sinni þegar hann var við það að taka eigið líf. Hann segir að það sé hægt að komast yfir þá reynslu. Meira »

Vill líta út eins og lifandi kynlífsdúkka

12.11. Transkonan Ivana er búin að fara í 20 fegrunaraðgerðir til þess að líta út eins og lifandi kynlífsdúkka. Ivana sem er 26 ára er sögð hafa eytt um 87 þúsundum punda í aðgerðirnar eða rúmlega 13 milljónum íslenskra króna. Meira »