„Ég var alltaf tilbúin að vera algjörlega flatbrjósta“

Hulda Bjarnadóttir prýðir forsíðu MAN. Hún lét fjarlægja bæði brjóst …
Hulda Bjarnadóttir prýðir forsíðu MAN. Hún lét fjarlægja bæði brjóst sín í lok síðasta árs.

Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Viðskiptaráðs og fyrrverandi fjölmiðlakona, prýðir forsíðu febrúartölublaðs MAN sem kemur í verslanir á morgun. Hulda tók ákvörðun fyrir rúmu ári um að láta fjarlægja bæði brjóstin á sér og eggjastokka í framhaldi af því að hún ásamt tveimur af þremur systkinum hennar greindust með BRCA-genið sem getur valdið brjóstakrabba en móðir þeirra og systrahópur innan fjölskyldunnar eru látnar.

Hulda efaðist aldrei um ákvörðunina og lagðist undir hnífinn undir lok síðasta árs þar sem brjóstin voru með öllu fjarlægð en í dag er hún í svokallaðri uppbyggingu þar sem ný brjóst eru búin til.

„Ég var alltaf tilbúin að vera algjörlega flatbrjósta og með ljót ör,“ segir Hulda í viðtalinu.

„Mögulegt brjóstleysi var svo mikið aukaatriði varðandi lokaútkomuna.“

Huldu voru gefnar 50 til 90 prósent líkur á því að fá brjóstakrabbamein og segir ákvörðunina því ekki hafa verið erfiða.

„Það að vera kynvera er svo mikið meira en það hvort maður er með brjóst, eða ör. Mér þykir mjög vænt um barminn minn og hefur alltaf þótt, hvernig sem brjóstin mín hafa lítið út.“

Hulda segir umræðuna eiga það til að vera á villigötum er þetta varðar.

„Það var t.d. áberandi í kringum aðgerðina sem Angelina Jolie fór í – fólk ræddi helst hvort hún væri komin með brjóst á ný eða ekki. En fólk verður að átta sig á að maður gerir þetta þar sem um er að ræða illvígan sjúkdóm. Mér finnst ég hafa unnið sigur í mínu lífi og fengið rosalegt tækifæri og þá kemur upp mikið þakklæti. Mér var gefið tækifæri sem mörgum er ekki gefið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál