Eru þetta metnaðarfyllstu jólakort Íslands?

Síðasta kvöldmáltíðin var tekin árið 2011.
Síðasta kvöldmáltíðin var tekin árið 2011.

Alda B. Guðjónsdóttir stílisti kann að búa til jólakort. Hún er þaulvön sjálf að finna áhugaverð viðfangsefni og segir þetta um jólakortahefðina á heimilinu: „Við erum öll mjög skapandi. Og jólakortin hafa verið stór hluti af undirbúningi jólanna hjá okkur. Við höfum vanalega tekið spjall eina kvöldstund þar sem við ákveðum þema myndatökunnar saman. Það má ekki kosta miklu til, heldur verðum við að nota ímyndunaraflið og það sem hefur áhrif á okkur á hverjum tímapunkti.“

Börn Öldu eru þau Ágúst Ari Þórisson, Júlía Tómasdóttir og tvíburarnir Ísak Eldar og Mikael Elí. Ágúst Ari er í kvikmyndaskóla og Júlía er stílisti og gaf nýverið út bókina Seen zine.

Fjölskyldan hefur sett upp síðustu kvöldmáltíðina, hefur verið útfaraþjónustufjölskylda frá sjötta áratugnum og endurgert svipmynd úr Star Wars svo eitthvað sé nefnt.

Við hlökkum til að fylgjast með jólakortum þessarar fallegu fjölskyldu í framtíðinni. 

Jólakortið frá því í fyrra sýndi fjölskylduna með 10 ára …
Jólakortið frá því í fyrra sýndi fjölskylduna með 10 ára millibili.
60´s þema, þar sem hugmyndin var útfararþjónustufjölskylda, var tekin árið …
60´s þema, þar sem hugmyndin var útfararþjónustufjölskylda, var tekin árið 2009.
Tim Burton þema var tekið árið 2012.
Tim Burton þema var tekið árið 2012.
Tim Burton með kryddi, áramótakveðjan 2012.
Tim Burton með kryddi, áramótakveðjan 2012.
Star Wars þema var tekin 2014.
Star Wars þema var tekin 2014.
Hér er hugmyndin komin úr kvikmyndinni Christmas Vacation. Myndin er …
Hér er hugmyndin komin úr kvikmyndinni Christmas Vacation. Myndin er tekin árið 2015.
Sirkusþema var tekið árið 2013.
Sirkusþema var tekið árið 2013.
Kökuslagur í enda myndatöku árið 2013.
Kökuslagur í enda myndatöku árið 2013.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál