Hafði varla tíma fyrir fæðingarorlof

Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari prýðir forsíðu MAN.
Sólveig Þórarinsdóttir jógakennari prýðir forsíðu MAN.

Sólveig Þórarinsdóttir, stofnandi Sóla jóga- og heilsuseturs prýðir fyrsta tölublað ársins hjá MAN. Sólveig segir í einlægu viðtali frá því hvað varð til þess að hún sagði upp toppstöðu sem verðbréfamiðlari í Landsbankanum þar sem hún segist hálfpartinn hafa verið í hálfri vinnu við að „væna og dæna“.

Metnaðurinn innan bankans var gríðarlegur og samkeppnin óvægin. Sólveig hafði varla tíma til að taka sér fæðingarorlof en hún og eiginmaður hennar eignuðust þrjú börn á rúmum fjórum árum. Sjálf lýsir hún þeim tíma þannig að hún hafi sífellt verið að slökkva elda og vellíðanin hafi látið á sér standa.

Það var svo í eldhúsi ömmu hennar og afa í Skagafirðinum sem hún ákvað að breytinga væri þörf. Hún horfði á ástúðina sem ríkti á milli gömlu hjónanna.

„Ég áttaði mig á því að eitthvað þyrfti að gjörbreytast svo mér gæti liðið svona. Ég var svo tætt í öllum þessum hlutverkum – fannst ég aldrei sérlega góð í neinu þrátt fyrir að vera góð manneskja. En af því að ég var að reyna að gera allt fannst mér ég alltaf skulda einhvers staðar. Ég vissi að ef ég gerði ekki breytingu myndi eitthvað bresta, og líklega fyrst af öllu heilsan  það er ekki hægt að ganga á varabatterí að eilífu. Þetta var á sunnudegi og ég var mætt inn á gólf hjá yfirmanni mínum daginn eftir.“

Sólveig sagði upp starfi sínu, sagðist ætla að sýna ábyrgð og sinna vel þeim ungu einstaklingum sem væru á heimilinu og bað um að enginn hringdi í hana í tvö ár.

„Ég hlustaði á innsæi mitt – og það er aðgengilegt öllum, þetta snýst einfaldlega um að að opna á það og hlusta.“

Nokkrum árum síðar opnaði Sólveig sitt eigið jógastúdíó eftir að hafa kynnst því á eigin skinni hvað jóga gerði fyrir heilsuna og naut stöðin strax mikillla vinsælda. Nú hefur Sólveig fengið inn fjárfesti og stækkað stöðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál