Ég held ég hafi fengið taugaáfall

Söngvarinn og listamaðurinn, Ragga Gísla, segir frá því í þættinum Trúnó að hún hafi í raun fengið taugaáfall þegar hún gekk í gegnum ákveðna erfiðleika. Þátturinn verður sýndur í Sjónvarpi Símans á morgun kl. 20.20. 

Ragga er lifandi goðsögn og frumkvöðull sem hefur rutt brautina fyrir margskonar frumlega tónlist og verkefni. Ragga starfaði á árum áður í mörgum af frægustu hjómsveitum landsins; Lummunum, Brunaliðinu og Stuðmönnum. Hún átti frumkvæðið að því að stofna fyrsta kvennaband landsins, Grýlurnar sem slóu í gegn í Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu. Í Trúnó fáum við að sjá sanna listakonu sem fer ótroðnar slóðir og hikar ekki við að fara á móti straumnum í tónlistarsköpun sinni.

Trúnó er ný þáttaröð þar sem Emilíana Torrini, Ragnhildur Gísladóttir, Sigríður Thorlacius og Lay Low eru viðmælendur. Þær eiga það sameiginlegt að hafa farið í gegnum erfiða lífsreynslu sem þær deila með okkur og hvernig það hefur mótað listsköpun þeirra. Nánir samstarfsmenn og vinir koma fram í þáttunum og varpa ljósi á hliðar í þeirra fari sem ekki hafa verið dregnar fram áður.

Öll þáttaröðin er aðgengileg í Sjónvarpi Símans Premium.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál