Buðu upp á íslenskt skyr í brúðkaupinu

Nori og Asaki mötuðu hvort annað með skyri í brúðkaupinu …
Nori og Asaki mötuðu hvort annað með skyri í brúðkaupinu sínu.

Það eru ekki bara Íslendingar sem dæla í sig skyri í tíma og ótíma heldur hefur það farið vel ofan í erlenda ferðamenn líka. Japanska parið Nori og Asaki gekk þó skrefinu lengra og bauð upp á skyr í brúðkaupinu sínu en þessari fæðu höfðu þau kynnst á ferð sinni um Ísland.

Parið trúlofaði sig í Bláa lóninu og þegar heim var komið og undirbúningur hófst fyrir brúðkaupið vildu þau endilega bjóða upp á skyr í brúðkaupinu sínu. 

Draumurinn var að leyfa gestunum að smakka íslenska skyrið sem þau tóku ástfóstri við og því settu þau sig í samband við Mjólkursamsöluna og óskuðu eftir aðstoð við að flytja Ísey-skyr til Japans.

Þessari sérstöku og skemmtilegu beiðni var vel tekið og var ákveðið að gefa þessum ungu verðandi hjónum skyrið að gjöf. 200 dósum af Ísey-skyri var pakkað eftir kúnstarinnar reglum og flutt með flugi til Japans. Með sendingunni fóru jafnframt tvær íslenskar lopapeysur sem Nori og Asaki fengu í brúðargjöf frá Mjólkursamsölunni. Eins og sést á myndunum slógu gjafirnar í gegn.  

Brúðhjónin þurfa þó ekki að bíða lengi eftir að fá meira af Ísey-skyri því stuttu eftir brúðkaupið skrifaði Ari Edwald, forstjóri MS, undir framleiðslu- og vörumerkjasamning á Ísey skyri við Nippon Luna, mjólkurvörufyrirtæki í Japan. 

Hjónin alsæl með þessar frumlegu veitingar sem þau buðu upp …
Hjónin alsæl með þessar frumlegu veitingar sem þau buðu upp á.
Hjónin fengu íslenskar lopapeysur að gjöf frá Mjólkursamsölunni.
Hjónin fengu íslenskar lopapeysur að gjöf frá Mjólkursamsölunni.
Ísey-skyrið þótti spennandi.
Ísey-skyrið þótti spennandi.
Skyrið fór vel ofan í alla aldurshópa.
Skyrið fór vel ofan í alla aldurshópa.
Brúðkaupsgestirnir voru að smakka skyr í fyrsta skipti og kunnu …
Brúðkaupsgestirnir voru að smakka skyr í fyrsta skipti og kunnu svo vel við það líkt og brúðhjónin að enginn afgangur var eftir veisluna.
Hjónin að klæða sig í peysurnar sem þau fengu að …
Hjónin að klæða sig í peysurnar sem þau fengu að gjöf frá Mjólkursamsölunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál