Mun Bill Murray giftast Eddu Björgvins?

Þessi skemmtilega mynd birtist á Facebook reikningi Eddu Björgvinsdóttur leikkonu.
Þessi skemmtilega mynd birtist á Facebook reikningi Eddu Björgvinsdóttur leikkonu. Skjáskot/Facebook

Það elska allir stórstjörnuna Eddu Björgvinsdóttur. Bill Murray þar með talinn. Þau áttu rómantíska stund í Hörpu saman í gær. Spurningin er aftur á móti sú: Er hún að fara af markaðnum? Á leiðinni inn í hjónaband?

Ef marka má nýjustu myndirnar á Facebook þá er nokkuð víst að vonbiðlar hennar þurfa að fara að reima á sig hlaupaskóna. 

Ég ákvað að bjalla í hana og spyrja.

„Þegar ég giftist Bill Murray verður það Ólafíu Hrönn að þakka,“ segir Edda og hlær. Hún heldur áfram að útskýra: „Eftir sýninguna okkar „Slá í gegn“ þá þrömmuðum við Ólafía Hrönn með boðskort í eftir partý hjá Bill Murray í Hörpu. Þess má geta að hann er hér á vegum Listahátíðar Reykjavíkur og mun koma fram á New Worlds tónleikum í Hörpu í kvöld.

Það sem var svo geggjað við þetta var að allur leikhópurinn í „Slá í gegn“ var með þessa áskorun á mig. Að biðja Murray um að giftast mér. Ég hótaði að ég myndi bara ganga beint til verks með ástarjátningu mína til hans. Karl rassgatið var svo ógeðslega fyndinn, að þegar formaður listahátíðar kynnti mig sem leikkonu sagði ég orðrétt: „Hi I love you, will you merry me, or should I say Murray me?“

Og hvað sagði Murray?

„Já, auðvitað var hann til í það. Hann fór strax að spá í dagsetninguna. Svo fórum við í gott sem í kelerí. Nei í alvöru. Ég hefði borgað marga miða á besta stað til að lenda í þessari uppákomu. Síðan teymdi Lolla (Ólafía Hrönn) okkur um alla Hörpu þar sem ljósmyndarinn, Brynjar Snær, tók af okkur myndir. Eins og við værum búin að gifta okkur. En það er kannski auka atriði hvort myndartakan sé eftir athöfnina eða fyrir. Lolla var rosalega mikil andagift fyrir okkur í þessu, alltaf að segja hvað við værum búin til fyrir hvort annað. Þetta var stórkostlegt. Ég er svo fegin að þetta náðist á mynd, eða öllu heldur að til sé myndasería um þetta.“

En æðislegt, en er hann á þínum aldri?

„Hann er pínulítið gamall, en það venst nú kannski. Ef maður getur hlegið með einhverjum og maður er með sama húmorinn, er nú hægt að sitja uppi með ýmislegt. Þó ég þurfi að hjálpa honum í framtíðinni með göngugrind og fleira.“

En Edda þú mátt ekki láta þetta ástarævintýra skemma fyrir því að við verðum vinkonur. Manstu þú lofaðir að kenna mér að vera ung og skemmtileg í framtíðinni?

„Já elskan mín, ekki hafa áhyggjur. Ég er ennþá að hugsa ferðina sem við áttum saman í flugvél frá Barcelona þar sem við sátum saman og hlógum í margar klukkustundir. Ég fæ bara pössun fyrir hann og kem í kaffi hvenær sem er! Við verðum áfram vinkonur.“

Ekki er víst hvort úr verður með brúðkaupið. Enda skipta stórstjörnur um kærasta eins og undirfatnað eins og fram kemur reglulega í fjölmiðlum. En eitt er á hreinu að sá sem hreppir stórstjörnuna Eddu Björgvins er lukkunnar pamfíll. Þvílíkur gleðigjafi sem þessi kona er.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál