Best geymda leyndarmál Hollywood?

Michelle Pfeiffer er sextug á árinu. Hún lítur betur út …
Michelle Pfeiffer er sextug á árinu. Hún lítur betur út en nokkur leikkona á hennar aldri. mbl.is

Michelle Pfeiffer er sextug á árinu. Það eru fáir sem eldast eins vel og hún gerir og fæstir vita hvernig hún fer að því sökum þess að hún heldur sig nánast alveg frá kastljósi fjölmiðlanna. Smartland tók saman nokkur atriði um leikkonuna sem segja meira en annað um lífsstíl þessarar einstöku konu.

Er feimin

Samkvæmt viðtali sem Darren Aronofsky tók við hana í fyrra þá líkar henni illa að fara í viðtöl. Hún er ekki sátt við að þurfa að veita viðtöl í tengslum við útgáfu kvikmynda sinna. Hún vil ekki tjá sig opinberlega um persónuleg mál. Heldur vil hún setja athygli á leiklistina. Hún notar ekki samfélagsmiðla. 

Var í sértrúarsöfnuði

Þegar hún var ung kona, tilheyrði hún sértrúarsöfnuði. Hún bjó ekki með þeim en missti allt sem hún átti, vegna þessa. Í kjölfarið vann hún sig upp úr því og hefur verið haft eftir henni að tengsl séu á milli hárrar greindarvísitölu og þess að leiðast í slíka söfnuði. Hvernig hún vann sig út úr þessu er eflaust góð vísbending um hvernig hún hugsar. Pfeiffer gerði rannsókn á fylgni greindar og að leiðast út í þessa hegðun. Hún vil hafa upplýsingar á bak við hlutina.

Borðar holllan mat

Pfeiffer borðar mjög hollan mat og hefur verið vegan lengi. Hún trúir ekki á lýtaaðgerðir og vill ekki gefa þeim of mikla athygli. Hún hreyfir sig og hugar að því að vera heilsusamleg og hófsöm í öllu.

Er með fullkomnunaráráttu

Samkvæmt Telegraph segist hún vera með fullkomnunaráráttu og mjög stjórnsöm. Hún er ekki mikið fyrir að vera í aðstæðum sem hún hefur ekki stjórn á sjálf og vill ekki gefa eftir völd þar sem hún þarf þess ekki.

Michelle Pfeiffer og Paul Rudd á frumsýningu Ant Man í …
Michelle Pfeiffer og Paul Rudd á frumsýningu Ant Man í júní á þessu ári. Það er tuttugu ára aldursmunur á þeim en það sést ekki á þessari mynd. Rich Fury
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál