Ljóðskáldið sem tryllir heimsbyggðina

Rupi Kaur er að trylla heimsbyggðina með ljóðum sínum á …
Rupi Kaur er að trylla heimsbyggðina með ljóðum sínum á Instagram. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Almenningur virðist ekki geta fengið nóg af Instagram-ljóðskáldinu Rupi Kaur sem fjallar um það að vera kona, ástina og ástarsorg á ljóðrænan hátt. Það sama má segja um tímarit út um allan heim sem elska að fjalla um þessa áhugaverðu 25 ára konu sem fædd er á Indlandi en flutti ung að aldri til Kanada. Madonna vakti meira að segja athygli um daginn, þegar hún fór með texta úr ljóði Kaur þegar hún bað konur afsökunar á að hafa kallað þær fallegar.  

Það að vera „Instagram“-listamaður þykir misfínt, en þýðir að maður notar Instagram til að kynna vörur sínar beint til heimsins. Kaur hefur gefið út tvær ljóðabækur á undanförnum árum. „Milk and Honey“ kom út árið 2014 og seldust 2,5 milljónir eintaka af bókinni. Hún var í yfir 77 vikur á lista New York Times yfir mest seldu bækurnar. Önnur bók hennar „The Sun and Her Flowers“ kom út árið 2017 og hefur vakið það mikla athygli að New York Times birti grein um að Kaur væri að sparka upp útgáfuhurðinni um þessar mundir.

Það gefur auga leið að unga fólkið kann að nota samfélagsmiðlana á þann hátt að það nær beint til heimsbyggðarinnar. Ef marka má velgengni Kaur að undanförnu má segja að ef þú setur efnið þitt út á Instagram og það kemur beint frá hjartanu, máttu bóka að einhvers staðar þarna úti sé til fólk sem meðtekur boðskapinn. 

Spurningin er svo alltaf sú hversu marga þú hittir með boðskap þinn og hvort það verði Madonna.

🌊⚡️🌊⚡️🌊 page 18 #thesunandherflowers

A post shared by rupi kaur (@rupikaur_) on Jul 5, 2018 at 6:12pm PDT

🌜🌛

A post shared by rupi kaur (@rupikaur_) on Jul 12, 2018 at 6:24pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál