Madonna biður konur afsökunar

Madonna biður konur afsökunar með texta úr ljóði eftir Rupi ...
Madonna biður konur afsökunar með texta úr ljóði eftir Rupi Kaur. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Tónlistarstjarnan Madonna biður konur út um allan heim afsökunar á að hafa kallað þær fallegar þegar hún hefði átt að ræða hæfni þeirra og getu. Með þessum orðum tekur Madonna sína ábyrgð á þeim skilaboðum sem samfélagið er stöðugt að koma á konur um að þær séu metnar að verðleikum eftir útliti en ekki getu. 

Myndbandið birtist á Instagram síðu söngkonunnar og er unnið af ljósmyndaranum Steven Klein. Madonna er með ljósa húð, sólgleraugu sem minna á framtíðina og rauðan varalit. 

Í myndbandinu fer söngkonan með hluta af texta eftir ljóðskáldið Rupi Kaur úr bókinni „Milk and Honey“.

Madonna merkir orðsendinguna á Instagram #thefutureisequal og eru skilaboð hennar innlegg í umræðuna um hvað kvenleiki er. Hún nefnir dæmi eins og grein og þanþol. 

Hér er hægt að sjá myndbandið í fullri lengd.

A P O L O G i Z E...........♥️ @stevenkleinstudio. Text by Rupi Kaur 🙏🏼. #thefutureisequal

A post shared by Madonna (@madonna) on Jul 9, 2018 at 6:29am PDT

mbl.is