Segir kórinn vera aðra fjölskyldu sína

Guðrún Óla Jónsdóttir, Gógó.
Guðrún Óla Jónsdóttir, Gógó.

Söngkonan Guðrún Óla Jónsdóttir, sem oft er kölluð Gógó, heldur sína aðra einsöngstónleika í Lindakirkju í Kópavogi annað kvöld. Gógó hefur sungið með kirkjukór Lindakirkju frá árinu 2011 og segir það hafa verið mikið gæfuspor að byrja að syngja með kórnum, sem hún kallar stundum sína aðra fjölskyldu. 

Hún hélt sína fyrstu einsöngstónleika fyrir um ári. „Þetta var svona eitthvað sem mig hafði langað til að gera lengi. Svo heppnaðist það bara svo ótrúlega vel þannig að ég ákvað að gera þetta aftur,“ segir Gógó. Hún glímdi lengi við lítið sjálfstraust en þegar hún hóf að syngja með kórnum efldist sjálfstraustið. 

„Það hjálpaði mér alveg rosalega mikið að syngja í kórnum. Ég hef bæði verið að syngja í kórnum og svo líka sem einsöngvari. Þessi kór er svo ótrúlega sérstakur. Við erum mjög mörg og öll svo ólík. Við erum á mismunandi aldri og þetta verður bara svona lítið samfélag,“ segir Gógó. 

Hún hefur verið viðriðin tónlist lengi og tók meðal annars þátt í uppsetningu á Litlu hryllingsbúðinni í Íslensku óperunni. Hún lagði tónlistina til hliðar í rúmlega fimmtán ár, þangað til hún gekk til liðs við kirkjukórinn.

Gógó stígur á svið Lindakirkju í Kópavogi annað kvöld, föstudagskvöld, klukkan átta. Hún mun taka lög vel þekktra listamanna á borð við Whitney Houston, ABBA, Elton John og Lara Fabian. Hér fyrir neðan er ábreiða af laginu Winner Takes It All með Gógó, sem þau Óskar Einarsson tóku upp á æfingu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál