Tekur bara einn dag í einu

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Eftir gott sumar þar sem Ásdís Rán Gunnarsdóttir ferðaðist bæði með fjölskyldunni um Búlgaríu og um Ísland ætlar hún að einbeita sér að sjálfri sér á næstunni. Ásdís Rán segist ekki vera mikið fyrir að kvarta eða láta vorkenna sér hvort sem það er á Facebook eða í fjölmiðlum en viðurkennir í samtali við blaðamann að líf sitt hafi tekið ansi miklum breytingum eftir að hún lenti í alvarlegu slysi í fyrra.

„Ég er nokkuð heppin ef ég er í þokkalegu standi svona tvær vikur í mánuði. Í sumar sneri ég mér eitthvað vitlaust þegar ég var að teygja mig í hlut, það varð til þess að ég gat ekki stigið í fæturna og það ástand stóð yfir í nokkra daga. Þetta er bara eitthvað sem maður lærir að lifa með en er að sjálfsögðu töluvert andlegt áfall og ýmsir andlegir og líkamlegir kvillar sem fylgja í kjölfarið. Ég er reyndar með slæmt tilvik af legslímuflakki líka sem gerir batann aðeins flóknari en það jákvæða er að ég er töluvert betri núna en í fyrra og er farin að geta hreyft mig miklu meira sem vonandi kemur mér í stand smám saman með æfingum og þrjósku. Ég er náttúrlega algjör hrakfallabálkur og er búin að lenda í þremur stórslysum sem ég hefði nú ekki átt að lifa af,“ segir Ásdís Rán og segist vera með níu líf eins og kettirnir. 

Ásdís Rán er byrjuð að æfa crossfit en hún segir að þjálfararnir hjá Crossfit Reykjavík telji að hún geti jafnað sig alveg á slysinu með réttu æfingunum. „Þannig að ég krossa bara fingur og tek einn dag í einu og vona að ég geti staðið upp þegar ég vakna,“ segir Ásdís Rán jákvæð. 

Ásamt því að gefa aftur út bókina sína Valkyrjuna og leita að flottu fólki fyrir umboðsskrifstofuna sína Talentbook.is ætlar Ásdís Rán að reyna að fljúga eitthvað í vetur en hún kom mörgum á óvart þegar hún nældi sér í réttindi til þess að fljúga þyrlu. Í vetur setur hún hins vegar stefnuna á það að bæta öðrum réttindum í safnið en Ásdís segist ætla að dunda sér í einkaþjálfunarnámi. „Ég ætla að ná mér í réttindi þar svona aukalega þannig að ég geti nýtt mína 20 ára reynslu í þessum heilsu- og fitnessbransa í eitthvað gott í mínum frítíma,“ segir Ásdís Rán.

Veturinn er ekki alveg kominn hjá Ásdísi Rán þar sem hún lýkur sumrinu nú í september á tískuvikunni í Sofiu þar sem hún vonast eftir nokkrum sólargeislum áður en veturinn gengur í garð.

mbl.is

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

21:00 Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

18:00 Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

15:00 Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

12:00 Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

09:00 Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

05:30 „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

í gær Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

í gær Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

í gær Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

í gær Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

í gær Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

í gær Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

í gær Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »

7 ráð til að koma í veg fyrir hrotur

í fyrradag Ef þú vilt koma í veg fyrir skilnað eða að þér verði ekki boðið með í sumarbústaðarferð með vinunum er eins gott að reyna allt til þess að koma í veg fyrir hroturnar. Meira »

Tróð sér í kjólinn frá 1999

20.9. Sarah Michelle Geller getur huggað sig við það að passa enn í kjól sem hún klæddist á Emmy-verðlaunahátíðinni fyrir 19 árum. Meira »

Með IKEA-innréttingu á baðinu

20.9. Ert þú með eins innréttingu á baðinu og Julia Roberts? Leikkonan hefur sett yndislegt hús sem hún á í Kaliforníu á leigumarkað en húsið keypti hún í fyrra. Meira »

Mamma Meghan flottari?

20.9. Meghan mætti í nýrri blárri kápu með móður sína við hlið sér þegar útgáfu uppskriftarbókar sem hún gefur út var fagnað.   Meira »

Skvísupartý á Hilton

20.9. Allar flottustu skvísur landsins mættu á Hilton Nordica í gærkvöldi og kynntu sér spennandi förðunar- og snyrtivörur frá vörumerkjum BOX12. Meira »

Stórglæsilegar með ör eftir bólur

20.9. Margir skammast sín fyrir bólur og ör eftir þær en það er auðvitað algjör óþarfi enda kemur fegurðin innan frá.   Meira »

Ekkert kynlíf í þrjú ár en mjög ástfangin

20.9. Jacob og Charlotte hafa verið saman í fjögur ár en síðustu þrjú ár hafa þau ekki stundað kynlíf og kynlíf er ekki á dagskrá hjá þeim. Meira »

Hvaða náttgalli er bestur fyrir kynlífið?

19.9. Í hverju þú sef­ur eða sef­ur ekki get­ur haft áhrif á kyn­lífið sem þú stund­ar. Þessi náttgalli þarf ekki að kosta mikið.   Meira »