Tekur bara einn dag í einu

Ásdís Rán Gunnarsdóttir.
Ásdís Rán Gunnarsdóttir.

Eftir gott sumar þar sem Ásdís Rán Gunnarsdóttir ferðaðist bæði með fjölskyldunni um Búlgaríu og um Ísland ætlar hún að einbeita sér að sjálfri sér á næstunni. Ásdís Rán segist ekki vera mikið fyrir að kvarta eða láta vorkenna sér hvort sem það er á Facebook eða í fjölmiðlum en viðurkennir í samtali við blaðamann að líf sitt hafi tekið ansi miklum breytingum eftir að hún lenti í alvarlegu slysi í fyrra.

„Ég er nokkuð heppin ef ég er í þokkalegu standi svona tvær vikur í mánuði. Í sumar sneri ég mér eitthvað vitlaust þegar ég var að teygja mig í hlut, það varð til þess að ég gat ekki stigið í fæturna og það ástand stóð yfir í nokkra daga. Þetta er bara eitthvað sem maður lærir að lifa með en er að sjálfsögðu töluvert andlegt áfall og ýmsir andlegir og líkamlegir kvillar sem fylgja í kjölfarið. Ég er reyndar með slæmt tilvik af legslímuflakki líka sem gerir batann aðeins flóknari en það jákvæða er að ég er töluvert betri núna en í fyrra og er farin að geta hreyft mig miklu meira sem vonandi kemur mér í stand smám saman með æfingum og þrjósku. Ég er náttúrlega algjör hrakfallabálkur og er búin að lenda í þremur stórslysum sem ég hefði nú ekki átt að lifa af,“ segir Ásdís Rán og segist vera með níu líf eins og kettirnir. 

Ásdís Rán er byrjuð að æfa crossfit en hún segir að þjálfararnir hjá Crossfit Reykjavík telji að hún geti jafnað sig alveg á slysinu með réttu æfingunum. „Þannig að ég krossa bara fingur og tek einn dag í einu og vona að ég geti staðið upp þegar ég vakna,“ segir Ásdís Rán jákvæð. 

Ásamt því að gefa aftur út bókina sína Valkyrjuna og leita að flottu fólki fyrir umboðsskrifstofuna sína Talentbook.is ætlar Ásdís Rán að reyna að fljúga eitthvað í vetur en hún kom mörgum á óvart þegar hún nældi sér í réttindi til þess að fljúga þyrlu. Í vetur setur hún hins vegar stefnuna á það að bæta öðrum réttindum í safnið en Ásdís segist ætla að dunda sér í einkaþjálfunarnámi. „Ég ætla að ná mér í réttindi þar svona aukalega þannig að ég geti nýtt mína 20 ára reynslu í þessum heilsu- og fitnessbransa í eitthvað gott í mínum frítíma,“ segir Ásdís Rán.

Veturinn er ekki alveg kominn hjá Ásdísi Rán þar sem hún lýkur sumrinu nú í september á tískuvikunni í Sofiu þar sem hún vonast eftir nokkrum sólargeislum áður en veturinn gengur í garð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál