Björk setti sjálfa sig á forsíðuna

Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN ákvað að setja sjálfa sig á …
Björk Eiðsdóttir ritstjóri MAN ákvað að setja sjálfa sig á forsíðuna.

„Þegar við fórum að huga að fimm ára afmælisblaði MAN langaði okkur að brydda upp á einhverri nýbreytni eins og við höfum reynt að gera við fyrri slík tímamót. Ýmislegt var viðrað en þegar meðeigandi minn stakk upp á að ég myndi sjálf fronta blaðið skellti ég upp úr. Algjörlega sturluð hugmynd að hafa sjálfa sig, ritstjórann og eigandann, til viðtals í eigin miðli. Og það á forsíðu. Svoleiðis gerir enginn. Á meðan þessar hugsanir flugu í gegnum huga mér varð hugmyndin einhvern veginn meira aðlaðandi. Að brjóta þetta upp og storka norminu,“ segir Björk Eiðsdóttir, ritstjóri MAN, í leiðara blaðsins sem kemur út á morgun. 


„Ég vissi að mér lá ýmislegt á hjarta en það er eitt málefni sem mig hefur alltaf langað að tala hreinskilnislega um. Geðveiki og fordómar. Ég á meira að segja erfitt með að nota þetta orð „geðveiki“ í eiginlegum skilningi þess, svo niðrandi er það orðið í málvitund okkar. Því tala ég í viðtalinu um andleg veikindi, andleg veikindi móður minnar sem féll frá fyrir tveimur og hálfu ári. Ekkert eitt hefur litað mitt líf og minn karakter meira en veikindi hennar og sameiginleg áratuga vegferð okkar fjölskyldunnar í þeim efnum. Að berjast ofan í það við fordóma samfélagsins og sína eigin gerði það að verkum að baráttan fór að mestu leyti fram innan veggja heimilisins, innan sjúkrahúsa og inni í eigin hugarfylgsnum. 
Sjúklingurinn sjálfur þarf svo að kljást við slíkar hugsanir auk þess að reyna að ná bata og skömmin getur orðið mikil og hyldjúp. Mig langaði alltaf að fá mömmu til að skrifa sögu sína með mér, því miður varð tími hennar hér of stuttur til þess. Maður heldur alltaf að maður hafi nægan tíma ... Því tileinka ég henni, okkur og ykkur öllum sem verðið veik í hausnum eða alltof illt í hjartanu þessa sturluðu hugmynd sem við létum verða að veruleika,“ segir Björk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál