Hjónabandið toppurinn á árinu

Daði Freyr á Secret Solstice í fyrra. Árið 2018 var …
Daði Freyr á Secret Solstice í fyrra. Árið 2018 var ekki síður viðburðaríkt en árið á undan. Hanna Andrésdóttir

Árið 2018 hefur verið viðburðaríkt hjá Daða Frey Péturssyni tónlistarmanni. Hann bjó í Kambódíu fyrri hluta árs sem setti mikinn svip á árið hjá honum. Hann flutti til Kambódíu með kærstu sinni henni Árnýju en nú er hún orðin eiginkona hans.

Hápunktur ársins?

„Ég giftist loksins kærustunni minni til næstum átta ára. Við Árný fórum til sýslumannsins á Selfossi. Við ætlum síðan að halda brúðkaupsveislu seinna bara. Annars var líka stórkostlegt að búa í Kambódíu fyrri part ársins.“

Lágpunktur ársins?

„Veðrið á Íslandi í sumar sennilega. Annars var þetta mjög fínt ár.“

Skrýtnasta augnablikið árið 2018?

„Þegar við ferðuðumst frá Kambódíu til Íslands bara til að vera leyniatriði á Söngvakeppninni og fljúga svo til baka. Það var frekar skrýtið.“

Hvernig ætlar þú að fagna nýju ári?

„Ég verð hjá fjölskyldunni minni að halda partý.“

Áramótaheit fyrir árið 2019?

„Ég ætla að gefa út meiri tónlist en á þessu ári. Ég myndi ekki beint kalla það áramótaheit, ég hef ekki gert það að vana mínum að strengja heit.“

Ætlar þú að vera duglegri að gera eitthvað árið 2019 en þú varst 2018?

„Ég ætla að gera meiri tónlist, en það er aðallega því ég verð ekki upptekinn við að gera vefþætti.“

Réttur ársins í eldhúsinu þínu?

„Amok, þjóðlegur kambódískur réttur. Kambódía setti alveg svip á þetta ár.“

Besta bók ársins?

„Ég las enga bók á þessu ári, ég les voðalega lítið.“

Besta kvikmynd ársins?

„Mér fannst Ready Player One og A Quiet Place skemmtilegar, þær koma fyrst í huga.“

Bestu þættir ársins?

„Survivor, eins og síðustu ár, alltaf Survivor.“

Besta lag ársins?

„Lift Yourself með Kanye West.“

Daði Freyr og Árný flugu heim frá Kambódíu til að …
Daði Freyr og Árný flugu heim frá Kambódíu til að koma fram sem leynigestir í Söngvakeppninni 2018. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál