Aldrei liðið jafn vel og akkúrat núna

Sunneva Eir Einarsdóttir hitti Jennifer Lopez á árinu 2018.
Sunneva Eir Einarsdóttir hitti Jennifer Lopez á árinu 2018. mbl.is/Ófeigur

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir upplifði margt á árinu 2018 þótt hápunkturinn hafi verið að hitta Jennifer Lopez. Hún fer inn í nýtt ár á góðum stað og reynslunni ríkari með jákvætt hugarfar að vopni. 

Hápunkt­ur árs­ins?

„Hápunktur ársins míns 2018 var ferðin mín til Las Vegas á vegum Inglot til þess að hitta og fagna nýrri förðunarlínu með Jennifer Lopez. Kynntist hellingi af ótrúlega flottu og hæfileikaríku fólki og galið að ég hafi staðið þarna meðal þeirra. Magnaðasta upplifun og tækifæri sem ég hef nokkurn tímann fengið og það verður erfitt að toppa þessa ferð,“ segir Sunneva Eir. 

Lágpunkt­ur árs­ins árs­ins?

„Sumarið mitt var ekki gott, átti mjög erfitt og var mikið álag á mér en reyndi að gera gott úr því með jákvæðu hugafari.“

Skrítn­asta augna­blikið árið 2018?

„Það að standa við hliðina á JLO í fataherbergi með max. 15 manns að syngja afmælissönginn fyrir Scott Barnes (celebrity förðunarfræðingur JLO) og skála með þeim var skrítnasta augnablik sem ég hef upplifað. Allt við það að hitta allt þetta fólk „upclose“ og persónulega var skrítið en á sama tíma magnað!“

Hvernig ætl­ar þú að fagna nýju ári?

„Ég ætla í aðeins meiri hita en er hér á Íslandi og skella mér í smá frí til Spánar með fjölskyldunni. Kampavínið verður við ströndina þetta árið.“

Ára­móta­heit fyr­ir árið 2019?

„Halda áfram að gera það sem ég er að gera nákvæmlega núna. Held ég hef aldrei verið eins dugleg og liðið eins vel og akkúrat núna. Að ná að komast á góðan stað andlega er svo góð tilfinning. 2019 mun snúast um að líða vel og gera það sem gerir mig hamingjusama. Er mjög spennt að sjá uppá hvað þetta ár hefur að bjóða.“

Ætlar þú að vera dug­legri að gera eitt­hvað árið 2019 en þú varst 2018?

„Ég ætla að vera duglegri í öllu sem ég hef gaman að. Ég ætla skapa meira efni, gefa meira frá mér og vera mun jákvæðari.“

Rétt­ur árs­ins í eld­hús­inu þínu?

„Pad thai. Ég er búin að vera að mastera mína eigin pad thai-uppskrift heillengi og held að ég sé alveg að verða komin með það. Það versta er að ég skrifaði hana niður á blað og þarf reglulega að óska eftir henni frá fylgjendum mínum sem hafa screenshottað hana. Hún er enn týnd.“

Besta bók árs­ins?

„Ég er ekki mikið að lesa nýjar bækur, eina bókin sem ég keypti mér 2018 er Star Wars: Geektionary. Ég les meira sömu bækurnar aftur og aftur og þá bækur eins og Harry Potter og The Hobbit. Ég les til gamans í flugum og um jólin. Mæli mikið með Why we sleep, mjög áhugaverð bók.“

Besta kvik­mynd árs­ins?

„Þetta er mjög erfið spurning en á sama tíma skítlétt. Mín uppáhaldsmynd árið 2018 var Avengers: Infinity War, bókað.“

Bestu þætt­ir árs­ins?

„Ég kynntist Brooklyn nine nine á þessu ári og verð að segja að þeir séu mínir uppáhalds þetta árið. En það var hellingur af góðum þáttaröðum sem ég horfði á þetta árið, það væri ómögulegt að telja það upp.“

Besta lag árs­ins?

„Ég varð mikill Ariana Grande aðdáandi allt í einu, ekki hugmynd hvernig það gerðist. Thank u, next kom sterkt inn núna í lok árs. En svo eru plötur eins og My Dear Melancholy með The Weeknd og Scorpion með Drake sem ég spilaði aftur og aftur og hefur mikið tilfinningalegt gildi hjá mér þetta árið. Call out my name verður að vera mitt uppáhaldslag 2018.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál