Aldrei liðið jafn vel og akkúrat núna

Sunneva Eir Einarsdóttir hitti Jennifer Lopez á árinu 2018.
Sunneva Eir Einarsdóttir hitti Jennifer Lopez á árinu 2018. mbl.is/Ófeigur

Áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir upplifði margt á árinu 2018 þótt hápunkturinn hafi verið að hitta Jennifer Lopez. Hún fer inn í nýtt ár á góðum stað og reynslunni ríkari með jákvætt hugarfar að vopni. 

Hápunkt­ur árs­ins?

„Hápunktur ársins míns 2018 var ferðin mín til Las Vegas á vegum Inglot til þess að hitta og fagna nýrri förðunarlínu með Jennifer Lopez. Kynntist hellingi af ótrúlega flottu og hæfileikaríku fólki og galið að ég hafi staðið þarna meðal þeirra. Magnaðasta upplifun og tækifæri sem ég hef nokkurn tímann fengið og það verður erfitt að toppa þessa ferð,“ segir Sunneva Eir. 

Lágpunkt­ur árs­ins árs­ins?

„Sumarið mitt var ekki gott, átti mjög erfitt og var mikið álag á mér en reyndi að gera gott úr því með jákvæðu hugafari.“

Skrítn­asta augna­blikið árið 2018?

„Það að standa við hliðina á JLO í fataherbergi með max. 15 manns að syngja afmælissönginn fyrir Scott Barnes (celebrity förðunarfræðingur JLO) og skála með þeim var skrítnasta augnablik sem ég hef upplifað. Allt við það að hitta allt þetta fólk „upclose“ og persónulega var skrítið en á sama tíma magnað!“

Hvernig ætl­ar þú að fagna nýju ári?

„Ég ætla í aðeins meiri hita en er hér á Íslandi og skella mér í smá frí til Spánar með fjölskyldunni. Kampavínið verður við ströndina þetta árið.“

Ára­móta­heit fyr­ir árið 2019?

„Halda áfram að gera það sem ég er að gera nákvæmlega núna. Held ég hef aldrei verið eins dugleg og liðið eins vel og akkúrat núna. Að ná að komast á góðan stað andlega er svo góð tilfinning. 2019 mun snúast um að líða vel og gera það sem gerir mig hamingjusama. Er mjög spennt að sjá uppá hvað þetta ár hefur að bjóða.“

Ætlar þú að vera dug­legri að gera eitt­hvað árið 2019 en þú varst 2018?

„Ég ætla að vera duglegri í öllu sem ég hef gaman að. Ég ætla skapa meira efni, gefa meira frá mér og vera mun jákvæðari.“

Rétt­ur árs­ins í eld­hús­inu þínu?

„Pad thai. Ég er búin að vera að mastera mína eigin pad thai-uppskrift heillengi og held að ég sé alveg að verða komin með það. Það versta er að ég skrifaði hana niður á blað og þarf reglulega að óska eftir henni frá fylgjendum mínum sem hafa screenshottað hana. Hún er enn týnd.“

Besta bók árs­ins?

„Ég er ekki mikið að lesa nýjar bækur, eina bókin sem ég keypti mér 2018 er Star Wars: Geektionary. Ég les meira sömu bækurnar aftur og aftur og þá bækur eins og Harry Potter og The Hobbit. Ég les til gamans í flugum og um jólin. Mæli mikið með Why we sleep, mjög áhugaverð bók.“

Besta kvik­mynd árs­ins?

„Þetta er mjög erfið spurning en á sama tíma skítlétt. Mín uppáhaldsmynd árið 2018 var Avengers: Infinity War, bókað.“

Bestu þætt­ir árs­ins?

„Ég kynntist Brooklyn nine nine á þessu ári og verð að segja að þeir séu mínir uppáhalds þetta árið. En það var hellingur af góðum þáttaröðum sem ég horfði á þetta árið, það væri ómögulegt að telja það upp.“

Besta lag árs­ins?

„Ég varð mikill Ariana Grande aðdáandi allt í einu, ekki hugmynd hvernig það gerðist. Thank u, next kom sterkt inn núna í lok árs. En svo eru plötur eins og My Dear Melancholy með The Weeknd og Scorpion með Drake sem ég spilaði aftur og aftur og hefur mikið tilfinningalegt gildi hjá mér þetta árið. Call out my name verður að vera mitt uppáhaldslag 2018.“

View this post on Instagram

I can’t deal how perfect @jlo is❤️ Not only did I see this amazing woman preform in Vegas. BUT I also got to meet and after party with her, celebrating her new @inglot_cosmetic line 🔥 She is so kind and such an inspiration. Thank you again @inglot_cosmetics and @inglotisland for this AMAZING weekend ❤️ #girlontheglow #jloxinglot #jlo #lasvegas #istillcantbelieveit #queen

A post shared by S U N N E V A E I N A R S 🌸 (@sunnevaeinarsd) on Apr 23, 2018 at 7:58am PDT

mbl.is

Allt önnur 27 kílóum léttari

Í gær, 21:30 Óskarsverðlaunaleikkonan Kathy Bates grenntist með því að beita núvitund við matarborðið. Hún forðast líka skyndibita og óskar þess að hafa tekið sig mun fyrr á. Meira »

Koparljós og svört húsgögn setja svip

Í gær, 17:30 Svartar vandaðar innréttingar, falleg húsgögn og vel skipulagt rými einkenna þetta huggulega einbýli í Njarðvík.   Meira »

Fáir með öll svör við sjálfsvígum

Í gær, 16:15 Linda Baldvinsdóttir segir að það sé ekki gott að ráðast á Öldu Karen því það hafi fáir svör við sjálfsvígum.   Meira »

Heiða Rún og Meghan mættu glerfínar

Í gær, 11:19 Harry og Meghan sem og Heiða Rún Sigurðardóttir létu sig ekki vanta á frumsýningu Cirque du Soleil í Royal Albert Hall.   Meira »

6 snilldarrassæfingar Önnu Eiríks

Í gær, 10:21 „Í þessu myndbandi sýni ég þér 6 snilldarrassæfingar sem gott er að gera með ökklalóðum (ef þú átt) til að styrkja og móta rassvöðva. Hver æfing er gerð í 60 sekúndur.“ Meira »

Ekki vera goslaus 2019

Í gær, 05:00 Janúar er ekki bara mánuður tiltektar og leikfimisiðkunar og ekki heldur mánuður fagurra fyrirheita og loforða um að nú verðir þú loksins upp á tíu á öllum sviðum lífsins. Janúar er mánuðurinn þar sem þú tekur til í fataskápnum og ákveður að hleypa einhverju nýju inn. Það er nefnilega bannað að vera goslaus 2019. Meira »

4 ástæður fyrir þurrki í svefnherberginu

í fyrradag Það getur haft þveröfug áhrif að leita nýrra leiða til þess að krydda kynlífið og gera það betra. Snjalltækjabann í svefnherberginu getur þó haft góð áhrif. Meira »

Fólkið sem tekur flesta veikindadaga

í fyrradag Margir hafa haldið sig við plöntufæði í janúar en ætli fleiri hafi hringt sig inn veika líka? Fólk sem aðhyllist vegan lífstílinn fór oftar til læknis samkvæmt breskri könnun. Meira »

Þessi andstyggilegi ótti við höfnun!

í fyrradag „Ég vissi ekki er ég tók að mér verkefni í vinnu sem voru oft meira krefjandi en ég átti að ráða við og að stoppa aldrei, væri óeðlileg hegðun. Er ekki að ýkja. Ég gat ekki verið kyrr og lagði mikið á lífið og sálina að ljúka verkefnum sem ég tók að mér í vinnu.“ Meira »

Lykillinn að elda heima og leyfa sér smá

í fyrradag Fimm auðveld ráð næringarfræðings gera fólki kleift að ná heilsumarkmiðum sínum án þess að fara í andlegt þrot.   Meira »

Milljarðamæringar eiga þetta sameiginlegt

í fyrradag Að kyssa peninga sagði einhver. Chris Hogan er þó með aðrar kenningar um það sem ríkt fólk gerir en hann rannsakaði tíu þúsund milljarðamæringa. Meira »

„Við megum ekki beita hana ofbeldi“

í fyrradag Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kemur Öldu Karen til varnar á samfélagsmiðlum og bendir á að rangt sé að þagga hana, beita hana ofbeldi, taka hana niður eða horfa á hana með vanþóknun/vandlætingu af því að hún þekkir engar sálfræðilegar rannsóknir. Meira »

Svona ætti ekki að bjóða í brúðkaup

í fyrradag „Svo ef þú vilt mæta byrjaðu að spara núna!“ stendur á umdeildu boðskortinu. Fólki er bent á að taka sér tveggja vikna frí ef það ætlar sér að mæta í brúðkaupið. Meira »

Stjörnumerkin um kynlífsárið 2019

15.1. Hrútar ættu að taka meiri áhættu á árinu og meyjur eiga eftir að stunda mikið kynlíf árið 2019. Hvað segir stjörnumerkið um þig? Meira »

Konur í hárugum janúar

15.1. Konur víða um heim hafa birt myndir af líkamshárum sínum á Instagram undir myllumerkinu Januhairy, ætlast er til af samfélaginu að konur fjarlægi líkamshár sín. Meira »

Eitt heitasta merkið í bransanum í dag

15.1. Brock Collection er vörumerki sem vert er að fylgjast með. Stjörnur á borð við Alicia Vikander, Zoe Saldana og Emily Ratajkowski fá ekki nóg. Meira »

Ertu ljón, höfrungur, björn eða úlfur?

15.1. Hvernig er líkamsklukkan þín? Tilheyrir þú hópi ljóna, höfrunga, bjarna eða úlfa? Það hentar ekki öllum að mæta í vinnu klukkan níu og borða kvöldmat klukkan sex. Meira »

Eru áhrifavaldar komnir til að vera?

15.1. Andrea Guðmundsdóttir býr í Hong Kong þar sem hún rannsakar áhrifavalda. Hún trúir því að áhrifavaldar séu komnir til að vera og segir þá hafa upp á annað að bjóða en hefðbundnar auglýsingar. Meira »

Geislaði með kúlu í rauðu

15.1. Vel sást í myndarlega óléttukúlu hertogaynjunnar í þröngum fjólubláum kjól sem hún klæddist í heimsókninni en Meghan er sögð hafa ljóstrað því upp að hún ætti von á sér í apríl. Meira »

Breytti ljótu húsi í fallegt heimili

15.1. Skapari Grey's Anatomy reif niður hæð og framhliðina á húsinu sínu og finnst húsið nú fallegt þótt það hafi verið ljótt og eitthvað rangt við það í upphafi. Meira »

Hvítt og ljóst átti rauða dregilinn

14.1. Leikkonurnar voru ekki þær einu sem mættu í þessu litaþema á Critics Choice-verðlaunin þar sem einnig mátti sjá karlmenn í hvítum og ljósum jakkafötum. Meira »