Af hverju fá stelpurnar meiri viðbrögð?

Af hverju fær svona mynd ekki sömu viðbrögð og sambærileg …
Af hverju fær svona mynd ekki sömu viðbrögð og sambærileg mynd af konu myndi gera?

Þeir sem eru hættir að skilja myndirnar á Instagram ættu að doka aðeins við og kíkja á Boyfriends of Istagram. Þar birtast reglulega myndskeið af strákum að ná hinni fullkomnu mynd af stelpum. 

Þó það hljómi kannski ekki svo skemmtilega þá finnst sumum ótrúlega fyndið að sjá hvernig ljósmynd verður til hjá áhrifavöldum á netinu. Ein ljósmynd getur sagt meira en mörg orð, en þegar hún er algjörlega úr samhengi við allt annað í umhverfinu, verða hlutirnir skemmtilegir. 

Það þykir ekkert tiltökumál þegar fagfólk sinnir vinnunni sinni, en þegar „Jón“ og „Gunna“ eru að brasa við að gera eitthvað geggjað verða hlutirnir fyrst skemmtilegir. 

Síðan sýnir að fólk skyldi varast að taka það sem birt er á samfélagsmiðlum of alvarlega. Þar sem mikið er af fölsuðu myndefni á netinu og fólk alls ekki alltaf að setja myndir inn í fyllstum heiðarleika. 


Nýtt myndskeið á síðunni er af tveimur strákum að tala saman þar sem annar þeirra er óánægður með viðbrögðin sem hann er að fá á samfélagsmiðlum. Hann fær fáein viðbrögð á meðan stelpa situr fyrir og fær mörg þúsund manns til að bregðast við myndinni.

Vinur hans spyr hann af hverju hann prófi ekki að vera í þeim stellingum sem stelpurnar nota?

Þó myndbandið sé ótrúlega fyndið vakna upp spurningar af hverju er svona öðruvísi að sjá karlmann gera hlutina sem sumum kvenkyns samfélagsstjörnum finnst eðlilegt að gera?

View this post on Instagram

A guys gotta do what a guys gotta do 🤷🏽‍♂️🤷🏽‍♂️🤷🏽‍♂️ @raysteckley

A post shared by Boyfriends Of Instagram (@boyfriends_of_insta) on Jun 10, 2019 at 3:03pm PDT

Það er erfitt að segja til um framtíð áhrifavalda á samfélagsmiðlum. Hvort þeir séu komnir til að vera eða hvort þeir séu nýlistamenn samtímans að búa til myndefni, sem verður jafnt vinsælt Fótanuddstækjum og Sóda Stream á Árbæjarsafninu á komandi árum. 

Tíminn mun án efa leiða það í ljós.

View this post on Instagram

Felt cute, might delete later 🍑🍑🍑 @jacksondaav1es

A post shared by Boyfriends Of Instagram (@boyfriends_of_insta) on Jan 16, 2019 at 12:28pm PST

mbl.is