Hægt að lifa geggjuðu kynlífi eftir fimmtugt

Candace Bushnell býr ein með tveimur fallegum hundum. Hún er …
Candace Bushnell býr ein með tveimur fallegum hundum. Hún er á föstu, í fjarbúð.

Að sögn stjörnurithöfundarins Candace Bushnell, sem skrifaði bækurnar um Carrie Bradshaw í Sex And The City, má búast við fjörlegu lífi á sjötugsaldrinum. Bushnell leyfði The New York Times að fylgjast með hefðbundnum sunnudegi í borginni og ef marka má umfjöllunina er ekkert að óttast við þetta áhugaverða aldurskeið. 

Bushnell gaf nýverið út bókina Is There Still Sex In The City? Hún hefur gefið út fleiri vinsælar bækur frá því á tíunda áratug síðustu aldar. 

Bushnell hafði búið í New York frá nítján ára aldri en flutti þaðan árið 2012 í kjölfar skilnaðar. Hún átti nokkur góð ár í Connecticut, þar til hún ákvað að flytja aftur til New York og kynna bókina sína sem fjallar einmitt um ástalíf fólks á hennar aldri í stórborginni. Bushnell er ástfangin að nýju og hittir kærastann reglulega þótt þau séu í fjarbúð eins og algengt er hjá konum í hennar stöðu. 

Í bókinni fjallar Bushnell um hvernig er að vera á markaðnum eftir fimmtugt. Hvernig eldra fólk notar stefnumótasíðurnar og hvernig eldra fólk fer í náið samband. Lýsingar á því hvernig er að bera sig í fyrsta skiptið fyrir framan ókunnuga manneskju þykja kostulegar. Enda er Bushnell mikill gleðigjafi, jákvæð og skemmtileg. Rétt eins og hin dásamlega Carrie Bradshaw í þáttunum um Beðmál í borginni.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál