Steinunn Ólína komin á fast

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin í nýtt samband.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin í nýtt samband. Ljósmynd/Íris Ann Sigurðardóttir

Leikkonan og fjölmiðlakonan Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir er komin í nýtt samband ef marka má heimildir DV. Hún er í fjarsambandi með rithöfundinum Bergsveini Birgissyni sem búsettur er í Noregi. 

Steinunni Ólínu ættu flestir að kannast við en hún hefur leikið í fjölda íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hún var gift leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni sem lést úr krabbameini í ágúst í fyrra. Bergsveinn er doktor í norrænum fræðum og hefur sent frá sent frá sér nokkrar skáldsögur og ljóðabækur, þar á meðal Svar við bréfi Helgu. 

mbl.is