Þetta er jólagjöfin sem Paltrow mælir með

Gwyneth Paltrow er mikið fyrir dagbækur. Hún mælir með að …
Gwyneth Paltrow er mikið fyrir dagbækur. Hún mælir með að gefa dagbók í jólagjöf. mbl.is/ANGELA WEISS

Gwyneth Paltrow er þekkt fyrir að vera brautryðjandi í heilsutengdum vörum. Á vefsvæði hennar GOOP má sjá áhugaverðar hugmyndir að jólagjöfum fyrir alls konar fólk, meðal annars þá sem setja heilsuna í fyrirrúm.

Paltrow er ein af þeim sem mæla með að nota dagbækur. Á jólagjafalista GOOP má finna eina slíka sem nefnist Fimm mínútna dagbókin. Hver síða hefst á tilvitnun í frægt fólk, síðan er skrifaður þakklætislisti, markmið fyrir daginn og hvað hefði mátt gera betur svo dæmi séu tekin. 

Paltrow hefur í gegnum tíðina talað um mikilvægi þess að nota dagbækur, m.a. matardagbók fyrir þá sem vilja breyta samskiptum sínum við mat og skoða tilfinningar sem koma upp í tengslum við breytingar á mataræði. 

Dagbækur hafa sjaldan eða aldrei verið eins vinsælar og í dag, og eru ein heitasta jólagjöfin ef marka má Paltrow. 
 

mbl.is