Baltasar Kormákur og Sunneva Ása saman í Berlín

Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur mættu saman á Evrópsku …
Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur mættu saman á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem fram fóru í Berlín. Ljósmynd/Skjáskot af RÚV.

Baltasar Kormákur Baltasarsson og Sunneva Ása Weisshappel mættu saman á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem haldin voru í Berlín í vikunni. Baltasar Kormákur situr í stjórn EFA European Film Academy eða Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og lagði það til að verðlaunin yrðu haldin á Íslandi 2020. 

„Ég tók sæti í EFA Europe­an Film Aca­demy, sem fer með verðlauna­hátíðina, fyr­ir ári. Ég er að vinna í því inn­an aka­demí­unn­ar að gera þetta skemmti­legra og aðgengi­legra. Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að hátíðin yrði hald­in í Portúgal í des­em­ber 2020 en þegar það féll úr skaft­inu kviknaði sú hug­mynd að halda hátíðina hér­lend­is en það voru nokkr­ar borg­ir að kepp­a um að halda verðlaun­in,“ sagði Baltasar í samtali við Smartland í febrúar. 

Sögusagnir um samband Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu hafa verið í gangi síðan hann og fyrrverandi eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, skildu fyrir um ári. Sunneva Ása er listamaður sem hefur gert það gott á sínu sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál