Baltasar Kormákur og Sunneva Ása saman í Berlín

Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur mættu saman á Evrópsku …
Sunneva Ása Weisshappel og Baltasar Kormákur mættu saman á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem fram fóru í Berlín. Ljósmynd/Skjáskot af RÚV.

Baltasar Kormákur Baltasarsson og Sunneva Ása Weisshappel mættu saman á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem haldin voru í Berlín í vikunni. Baltasar Kormákur situr í stjórn EFA European Film Academy eða Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og lagði það til að verðlaunin yrðu haldin á Íslandi 2020. 

„Ég tók sæti í EFA Europe­an Film Aca­demy, sem fer með verðlauna­hátíðina, fyr­ir ári. Ég er að vinna í því inn­an aka­demí­unn­ar að gera þetta skemmti­legra og aðgengi­legra. Upp­haf­lega var gert ráð fyr­ir að hátíðin yrði hald­in í Portúgal í des­em­ber 2020 en þegar það féll úr skaft­inu kviknaði sú hug­mynd að halda hátíðina hér­lend­is en það voru nokkr­ar borg­ir að kepp­a um að halda verðlaun­in,“ sagði Baltasar í samtali við Smartland í febrúar. 

Sögusagnir um samband Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu hafa verið í gangi síðan hann og fyrrverandi eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, skildu fyrir um ári. Sunneva Ása er listamaður sem hefur gert það gott á sínu sviði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál