Ætlar að fara oftar úr náttbuxunum 2020

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og núverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og núverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og núverandi framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, les mikið og er allt of mikið á náttbuxunum heima hjá sér í frítíma sínum. Árið 2020 ætlar hún að fara oftar úr þeim. 

Hver uppáhaldsbókin þín?

„Þær eru nú ansi margar en ef ég ætti að nefna þær sem koma upp í hugann núna þá eru tvær sem höfðu mikil áhrif á mig. Konan sem gekk á hurðir eftir Roddy Doyle er bók sem hafði það mikil áhrif á mig þegar ég las hana fyrir um 20 árum að ég fann líkamlega til. Eins las ég bókina Borgin bakvið orðin eftir manninn minn hann Bjarna M. Bjarnason fyrir nokkrum árum og óháð nánum tengslum við höfundinn þá hafði lesturinn óútskýranleg og ævintýraleg áhrif á mig svo óvenjuleg er sagan og skrifin falleg. Þegar ég segi þetta þá hefur Bjarni sjálfur svipuð áhrif mig.“

Áttu þér uppáhaldssjónvarpefni?

„Ég er alæta á fréttaskýringarþætti og heimildamyndir. Er núna að horfa mikið á 60 mínútur þeirra Ástrala og Fifth Estate frá Kanada. Svo eru góðar kúreka- og spennumyndir eitthvað sem ég leita aftur og aftur í. Fara þar fremst í flokki myndir þeirra félaga John Wayne og Clint Eastwood.“

Hvað gerir þú til að vera ekki goslaus?

„Það fyllir alltaf á tankinn að knúsa börnin mín og þefa smá af kollinum á þeim þó þeir séu orðnir 7, 19 og 20! Annars leita ég inn á við til að hlaða og horfi þá gjarnan á heimildaþætti og púsla stór púsluspil eða spila Yahtzee við spilafélaga um allan heim.“

Hvaða óþarfa keyptir þú síðast?

„Er til eitthvað sem heitir óþarfi!? Annars á ég allt í einu heldur stórt safn af glærum glossum þannig að líklega eru einhverjir þeirra óþarfi.“

Uppáhaldssamfélagsmiðillinn?

„Allir, hentu í mig samfélagsmiðli og ég mæti!“

Hvaða hlutur er ómissandi?

„Háir hælar. Alltaf.“

Mest notaða snyrtivaran?

„Augn- og andlitskremin eru mikið tekin og svo er maskarinn nauðsynlegur fyrir okkur ljóskurnar.“

Uppáhaldsborg og hvers vegna?

„Þær eru svo margar og svo á ég svo margar eftir en New York er í miklu uppáhaldi enda fjölbreytt, iðandi af lífi og full af geggjuðum veitingastöðum. Svo verð ég að nefna Köln og Berlín. Elska Þýskaland, matinn og stemninguna, ekki síst fyrir jólin. Já og Ljubljana er alger perla.“

Borðar þú morgunmat?

„Ofast ekki. Fæ matarlystina undir hádegi. En skelli þó oft í mig eplaediki til að ræsa kerfið.“

Hvernig verður 2020?

„Ef lífið hefur kennt mér eitthvað þá er það að taka hverjum degi eins og hann kemur, leyfa lífinu að koma mér á óvart og njóta í botn. Ætla þó að reyna að ferðast meira á nýju ári með fjölskyldunni en síðustu ár og fara oftar úr náttbuxunum í frítímanum!“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál