Dorrit sjötug og aldrei betri

Dorrit Moussaieff og Sámur á góðri stundu.
Dorrit Moussaieff og Sámur á góðri stundu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Forsetafrúin okkar fyrrverandi, Dorrit Moussiaeff, fagnaði sjötugsafmæli sínu 12. janúar. Ólafur Ragnar Grímsson eiginmaður hennar færði henni súkkulaðiköku, blóm og rauðvínsflösku með mynd af henni á í tilefni dagsins. 

Dorrit virðist aldrei hafa verið hamingjusamari og litið betur út en nú. Hún er meira að segja það ungleg að leikkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir, sem lék hana í eftirminnilegu atriði í áramótaskaupinu 2019, er aðeins þrítug.

Dorrit og Ólafur Ragnar Grímsson gengu í það heilaga á 60 ára afmælisdegi Ólafs, 14. maí 2003. Þau höfðu þó verið trúlofuð í þrjú ár fyrir það.

Dorrit og Ólafur Ragnar við Taj Mahal á Indlandi árið …
Dorrit og Ólafur Ragnar við Taj Mahal á Indlandi árið 2000. mbl.is/Rax

Dorrit er einstaklega skemmtileg og lífleg persóna sem oftar en ekki hefur ratað á síður blaðanna fyrir sín skemmtilegu uppátæki. Nú síðast fyrir að láta klóna hundinn sinn Sám. Hinn nýi hundur, Samson, er kominn í heiminn og dafnar vel. Dorrit átti í einstöku sambandi við Sám hinn fyrsta og mun hún eflaust eiga sambærilegt samband við Samson. 

Mest lesna frétt Smartlands árið 2016 fjallaði einmitt um Dorrit þegar hún stökk í fangið á Hannesi Halldórssyni, markmanni íslenska landsliðsins í fótbolta, eftir sigur liðsins gegn Englandi á EM í Frakklandi. 

Smartland óskar Dorrit til hamingju með daginn!

Þegar Dorrit og Samson hittust í fyrsta skipti í desember …
Þegar Dorrit og Samson hittust í fyrsta skipti í desember síðastliðnum. Skjáskot/Instagram
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson árið 2016.
Dorrit Moussaieff og Ólafur Ragnar Grímsson árið 2016. mbl.is/Styrmir Kári
Ólafur Ragnar brosti hringinn þegar Dorrit hoppaði í fangið á …
Ólafur Ragnar brosti hringinn þegar Dorrit hoppaði í fangið á Hannesi. Ljósmynd/Þorgrímur Þráinsson
mbl.is