Karl Berndsen látinn

Karl Berndsen var 55 ára þegar hann féll frá.
Karl Berndsen var 55 ára þegar hann féll frá.

Hárgreiðslumeistarinn og tískukóngurinn Karl Berndsen féll frá í gær eftir erfið veikindi. Karl fæddist 1. ágúst 1964 og var því 55 ára. 

Karl, eða Kalli eins og hann var kallaður, setti mikinn svip á mannlífið. Hann flutti til Íslands fyrir um áratug eftir að hafa átt farsælan feril í Bretlandi. Hann sló til dæmis algerlega í gegn með sjónvarpsþáttum sínum Nýtt útlit á Skjá einum, þar sem hann tók hverja manneskjuna á fætur annarri og laðaði fram það besta með nýrri hárgreiðslu, förðun og fatnaði. 

Hann skipaði 2. sæti á lista Flokks fólksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar og var öflugur í starfi og barðist fyrir þá sem minna máttu sín. 

2013 greindist Kalli með krabbamein og í kjölfarið þurfti hann að fara í margar lífshættulegar aðgerðir.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál