Brúðkaup Urðar og Gumma hápunktur sumarsins

Fannar Arnarsson í hlutverk Gumma og Gréta Arnarsdóttir í hlutverki …
Fannar Arnarsson í hlutverk Gumma og Gréta Arnarsdóttir í hlutverki Urðar. Ljósmynd/Håkon Broder Lund

Í Oddakirkju í Rangárvallasýslu fór fram brúðkaup um helgina. Það væri í sjálfu sér ekki saga til næsta bæjar ef ekki væri fyrir það að brúðkaupið var eiginlega leiksýning. Brúðkaupið átti sér nokkurn aðdraganda en allt byrjaði þetta auðvitað þegar kórónuveiran byrjaði að skekja heimsbyggðina. 

Mörgum mannamótum og viðburðum hefur verið frestað um óákveðinn tíma og þegar í það stefndi að sumarið yrði algjörlega brúðkaupsveislulaust í vinahópnum ákváðu vinirnir Þengill Björnsson, Janus Arn Guðmundsson, Tryggvi Másson, Jón Birgir Eiríkson og Ísak Rúnarsson að taka málin í sínar eigin hendur. Saman skipulögðu þeir sveitabrúðkaup fyrir vini sína.

„Eitt leiddi af öðru og áður en langt um leið höfðu yfir 90 manns fengið send boðskort heim til sín í brúðkaup á Hvolsvelli nú um helgina hjá þeim Urði og Gumma sem enginn kannaðist við, að sjálfsögðu. Fólki var gerð grein fyrir því að þetta væri veisla sem enginn vildi missa af og að hugmyndin væri að gista í góðu yfirlæti hjá vinum okkar á Midgard Base Camp og njóta ástarinnar saman. Sveitabrúðkaupum fylgir sá kostur að þar er einfalt mál að hópa sem flestum kunnuglegum andlitum saman enda eru þau með fáum löggildum ástæðum til að ýta bókstaflega öllum öðrum plönum til hliðar,“ segir Þengill Björnsson í samtali við mbl.is. 

Þengill Björnsson kom að skipulagningu brúðkaupsins ásamt vinum sínum.
Þengill Björnsson kom að skipulagningu brúðkaupsins ásamt vinum sínum. Ljósmynd/Håkon Broder Lund

Úr varð að um 80 manns létu sjá sig á Hvolsvelli síðdegis á laugardaginn í fínustu fínasta pússi. Þengill segir að fæstir hafi vitað nákvæmlega hvað væri í gangi. Á móti þeim tók séra Elína Hrund Kristjánsdóttir og kynnti þeim Oddakirkju og flutti hugvekju um hjónabandið. að því loknu hófst „athöfnin“.

Hún var að mestu leyti með hefðbundnu sniði að sögn Þengils fyrir utan þá staðreynd að brúðhjónin vantaði. „Til að leysa þann vanda höfðum við haft samband við þau Fannar Arnarsson og Grétu Arnarsdóttur, nemendur við leiklistardeild Listaháskólans, og þegar gestir mættu í kirkjuna var Fannar (Gummi) þar fyrir á fleti ásamt „föður sínum“. Síðar kom brúðurin, Urður, til sögunnar. Á þessum tímapunkti held ég að margir hafi fyrst gert sér grein fyrir því að þarna væri um „alvöru“ brúðkaup að ræða, með öllu tilheyrandi, og að gestirnir yrðu hálfpartinn hluti af leiksýningu þeirra Fannars og Grétu fram á kvöld,“ segir Þengill.

Hópurinn, ásamt brúðhjónunum, fyrir utan Oddakirkju.
Hópurinn, ásamt brúðhjónunum, fyrir utan Oddakirkju. Ljósmynd/Håkon Broder Lund

Persónur Urðar og Gumma voru ekki alveg úr lausu lofti gripnar heldur höfðu skipuleggjendurnir byggt sögu þeirra á sögum úr vinahópnum og litu þau út fyrir að vera raunverulegt par sem þekkti vinahópinn. 

„Fleiri úr vinahópnum stukku til og brugðu sér í nauðsynleg hlutverk við athöfnina og leystu þau vel af hendi, þeirra á meðal látúnsbarkinn Gylfi Þór Sigurðsson sem fékk það hlutverk að vera æskuást brúðarinnar. Okkur fannst vanta örlitla baksögu og hann flutti lagið Álfheiður Björk til brúðarinnar. Sigurður (hinn) Helgi Birgisson gaf brúðhjónin saman og Jón Birgir Eiríksson lék á píanó. Þá flutti Miðkórinn lagið Flugvélar með Ný Dönsk þegar gengið var út úr kirkjunni, þríraddað, í fyrsta sinn í sögu kórsins. Þeir Janus Arn Guðmundsson og Friðrik Þór Gunnarsson voru feður brúðhjónanna. Allir sem höfðu hlutverki að gegna fengu mikið lof fyrir sína frammistöðu.“

Janus Arn Guðmundsson fór með hlutverk föður brúðarinnar og leiddi …
Janus Arn Guðmundsson fór með hlutverk föður brúðarinnar og leiddi Urði sína inn í kirkjuna. Ljósmynd/Håkon Broder Lund

Eftir athöfnina héldu brúðhjónin svo sína leið í brúðarbíl af gerðinni GMC 2004 enda dugir fátt annað en alvöru pikköpp þegar um sveitabrúðkaup er að ræða. 

Við tók svo ein heljarinnar brúðkaupsveisla í Midgard Base Camp. Oddur Þórðarson og Kristín Lilja Sigurðardóttir voru veislustjórar kvöldsins. Eins og í öllum góðum brúðkaupum voru fluttar ræður þeim til heiðurs. Þar léku á als oddi Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Albert Guðmundsson, Friðrik Þór Gunnarsson og Steinar Ingi Kolbeins. Öll voru að sjálfsögðu með viðeigandi hlutverk, allt frá systur brúðarinnar til svaramanns. 

Ingó Veðurguð tryllti svo lýðinn þegar líða tók á kvöldið. 

Nýgift og sátt.
Nýgift og sátt. Ljósmynd/Håkon Broder Lund

Brúðhjónin voru alsæl með veisluna og leystu sín hlutverk vel af hendi, blönduðu geði við gestina og þökkuðu þeim kærlega fyrir að leggja leið sína á Suðurlandið til að fagna með þeim. Af samtölum brúðgumans við gesti að dæma virðist þó einn gestanna hafa fengið kaldar kveðjur, en það var fyrrnefndur Gylfi Þór, „æskuást brúðarinnar“. Brúðguminn var heldur ósáttur með lagaval Gylfa í kirkjunni þar sem í textanum segir „Þú mátt ekki láta þennan dóna, þennan fylliraft og róna, glepja þig“.“

Þengill segir þetta brúðkaup hafa gengið vonum framar og að þau séu heimamönnum ævinlega þakklát fyrir að taka þátt í þessum degi með sér. 

Eftir helgina erum við eiginlega handviss um að þetta hafi ekki verið síðasta brúðkaupsathöfn hópsins og örugglega ekki sú síðasta á þessum slóðum. Við bindum reyndar vonir við að næst verði fólk raunverulega gefið saman, þótt þau Fannar og Gréta hafi verið yndisleg, í einu orði sagt. Ég held að tíðni brúðkaupa í hópnum fari líklega hækkandi. Á sunnudagsmorgninum var reyndar engin sérstök stemming fyrir því að halda annað brúðkaup alveg strax, af einhverjum ástæðum. Það gæti verið að við prufum þá að halda fermingarveislu í staðinn,“ segir Þengill.

Hjónin gefin saman af Sigurði Helga.
Hjónin gefin saman af Sigurði Helga. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Miðkórinn flytur lagið Flugvélar.
Miðkórinn flytur lagið Flugvélar. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Hlynur Guðmundsson syngur af innlifun.
Hlynur Guðmundsson syngur af innlifun. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Gylfi Þór Sigurðsson syngur og Jón Birgir Eiríksson spilar.
Gylfi Þór Sigurðsson syngur og Jón Birgir Eiríksson spilar. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Tómas Guðjónsson, Oddur Þórðarson veislustjóri og Steinar Kolbeins ræðumaður.
Tómas Guðjónsson, Oddur Þórðarson veislustjóri og Steinar Kolbeins ræðumaður. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Eiður Smári Haralds Eiðsson, Sigurður Helgi Birgisson Hrafn Dungal Haraldsson.
Eiður Smári Haralds Eiðsson, Sigurður Helgi Birgisson Hrafn Dungal Haraldsson. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Janus Arn Guðmundsson og Þengill Björnsson.
Janus Arn Guðmundsson og Þengill Björnsson. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Brúðhjónin.
Brúðhjónin. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Albert Guðmundsson svaramaður flytur ræðu.
Albert Guðmundsson svaramaður flytur ræðu. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Inga María Hlíðar Thorsteinson og Egill Þór Jónsson.
Inga María Hlíðar Thorsteinson og Egill Þór Jónsson. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ísak Rúnarsson með brúðhjónunum.
Ísak Rúnarsson með brúðhjónunum. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Vinirnir Páll Magnús Pálsson og Sveinn Sigurður Jóhannesson skemmta sér.
Vinirnir Páll Magnús Pálsson og Sveinn Sigurður Jóhannesson skemmta sér. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Steinar Ingi Kolbeins.
Steinar Ingi Kolbeins. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
Sunneva Björk Gunnarsdóttir og Ingó veðurguð trylltu lýðinn.
Sunneva Björk Gunnarsdóttir og Ingó veðurguð trylltu lýðinn. Ljósmynd/Håkon Broder Lund
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál