Ólafur Teitur búinn að finna ástina

Ólafur Teitur og Kristrún Heiða tilkynntu um sambandið í gær.
Ólafur Teitur og Kristrún Heiða tilkynntu um sambandið í gær. skjáskot/Facebook

Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð, og Kristrún Heiða Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, eru nýtt par. 

Ólafur Teitur og Kristrún Heiða opinberuðu sambandi með stöðuuppfærslu á Facebook í gær er þau skráðu sig í samband. 

Ólafur Teitur var áður framkvæmdastjóri Rio Tinto á Íslandi og þar á undan blaðamaður á Rúv, DV og Viðskiptablaðinu. 

Kristrún vann við kynningar og verkefnastjórn hjá Forlaginu. Þar á undan vann hún hjá Þjóleikhúsinu.

Smartland óskar þeim innilega til hamingju með nýja sambandið!

mbl.is