Opnaði sig um heimilisofbeldi og stendur sterkari eftir

Árið hefur verið gott hjá Heiðdísi Rós Reynisdóttur.
Árið hefur verið gott hjá Heiðdísi Rós Reynisdóttur. Ljósmynd/Aðsend

Heiðdís Rós Reynisdóttir segir að þó árið 2020 hafi verið erfitt fyrir marga hafi það verið eitt besta ár í sínu lífi. Hún flutti frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Miami í Flórída og segir það hafa verið sitt mesta gæfuspor. Þar býr hún í sinni eigin íbúð sem hún hefur verið að gera að sinni.

Heiðdís opnaði sig í viðtali á Smartlandi fyrr á þessu ári um heimilisofbeldi sem hún varð fyrir í fyrra sambandi. Hún segir að það hafi gefið sér mikið að opna sig um heimilisofbeldið og fræða aðra um afleiðingar heimilisofbeldis. 

Hún hlakkar til næsta árs og ætlar að láta drauma sína rætast á nýju ári. Hvernig hún ætlar að fagna hefur hún ekki ákveðið en henni stendur til boða að fagna nýja árinu á snekkju með vinum sínum. Hægt er að fylgjast með Heiðdísi á Instagram og Snapchat undir @hrosmakeup.

Hápunktur ársins 2020?

„Ég veit að 2020 er búið að vera mjög erfitt ár fyrir marga en vil ég segja að það hafi verið mitt besta ár hingað til. Ég lærði margt um sjálfa mig og um aðra. Ég lærði að ég er ótrúlega sterkur einstaklingur og ég get allt sem ég ætla mér. Það voru margar breytingar fyrir mig á þessu ári, meðal annars að flytja til nýs ríkis og hafa loksins mitt eigið heimili sem er mitt. 

Árið 2019 var mjög erfitt ár fyrir mig og ef ég hefði sagt við sjálfa mig í fyrra að ég yrði á þeim stað sem ég er í dag myndi ég ekki trúa því. Mér hefur aldrei liðið betur andlega, líkamlega eða fjárhagslega. Ég hef komið sjálfri mér að óvart og ég get tekist á við alla erfiðleika og upplifanir sem er kastað í áttina til mín.“

Lágpunktur ársins 2020?

„Það eru ekki margir lágpunktar á mínu ári því eins og ég sagði: Þetta hefur verið eitt af mínum bestu árum en það var eitt atvik þar sem félagi minn í Los Angeles var drepinn og það var mjög sorglegt.“

Skrítnasta augnablikið árið 2020?

„Ég held að þetta ár þegar kemur að heiminum hafi verið mjög skrítið og opnað augu mín fyrir mörgum hlutum. Eftir allt kann ég að meta miklu meira að hanga með vinum mínum, fara út að borða eða út að skemmta mér. Ég held að fólk eigi eftir að sýna miklu meira þakklæti. En ég þurfti líka að díla við ákveðna hluti og kafla sem ég þurfti að loka frá 2019 og ég er mjög ánægð að hafa sagt mína sögu og notað minn miðil til vekja athygli á heimilisofbeldi, en líka að hjálpa öðrum.“ 

Hvernig ætlar þú að fagna nýju ári?

„Er ekki alveg búin að ákveða mig en ég hef marga möguleika. Það eru einkapartí alls staðar og síðan ég flutti til Miami er ég búin að kynnast mörgu skemmtilegu fólki og það hefur verið mjög létt þar sem ég vinn í næturlífi á öllum flottustu stöðunum. Einn vinur minn er að tala um að taka mig með á snekkjuna sína og bjóða fullt af fólk. Hafa einkakokk og skjóta flugeldum frá snekkjunni gæti verið mjög skemmtileg upplifun. En er ekki alveg búin að ákveða mig hvað ég ætla að gera.“

Heiðdís ætlar að láta drauma sína rætast á nýja árinu.
Heiðdís ætlar að láta drauma sína rætast á nýja árinu. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig leggst nýtt ár í þig?

„Ég hlakka mjög til næsta árs. Ég er spennt fyrir alls konar hlutum sem ég ætla að koma í framkvæmd. Árið 2020 er búið að leyfa mér að vinna að alls konar verkefnum sem ég er að plana. Ég er mjög spennt að vinna í því og sýna hvað í mér býr og sýna að allt er mögulegt í lífinu. Ég er með „quote“ sem ég bjó til og segi alltaf: „When you say no I turn it into yes when you say it can’t be done I make it happen“. Ég er ekki manneskja sem gefst upp og hlakka ég mjög til að sýna allt sem ég hef að bjóða.“

Ætlar þú að vera duglegri að gera eitthvað árið 2021 en þú varst árið 2020?

„Á næsta ári ætla ég að fókusera meira á að að koma öllum mínum verkefnum á framfæri, vinna meira í sjálfri mér líkamlega og andlega. Setja mér stærri markmið og grípa öll tækifæri. Halda áfram að vera sterk, jákvæð og vinnusöm.“

Réttur ársins í eldhúsinu þínu?

„Ég er nú ekkert að elda mikið en fer kannski að gera meira af því þar sem ég bý nú ein og er með mitt eigið „space“. Ég elska að búa ein og er búin að gera heimilið mitt mjög „girly og glam“, en ég er ekki enn búin. Ég á eftir að sýna fylgjendum mínum það betur þegar allt er tilbúið.“

Besta bók ársins?

„Ég hef nú ekki verið að lesa mikið nema „motivational“ bækur og ætla ég að einbeita mér að því að lesa meira á næsta ári bækur sem geta hjálpað mér.“

Besta kvikmynd ársins?

„Ég elska myndina „Like á boss“. Mér finnst mjög gaman að horfa skemmtilegar gamanmyndir eða ástar- og grenjumyndir. En mjög skrítið ár því kvikmyndahús voru lokuð.“

Bestu þættir  ársins?

„Ég elska Schitts Creek. Ég horfði á allar sex seríurnar í einu.“

Besta lag ársins? 

„Þar sem ég bý núna í Miami er ég búin að vera að hlusta á mjög mikið af „reggaeton“-tónlist og elska ég Maluma, J Baldvin og fleiri. En það eru tvö lög sem ég er búin að spila endalaust og þau eru „You should be sad“ með Halsey en það lag segir algjörlega mína sambandssögu og er eins og það hafi verið skrifað um mig. Svo elska ég Maluma og uppáhaldslagið mitt er Hawái. En mig langar í lokin að enda með ljóði sem ég skrifaði og það segir allt sem segja þarf.“

Show me the light eftir Heiðdísi Rós Reynisdóttur

„God year later here we are 

And we together have come so far.

But now we need focus and come through.

And make all our dreams and goals come true.

Can you believe a year it’s been

That You showed me I’m here to win 

You might have knocked me down 

But who cares look at me now 

You have showed me I’m strong

And I will fix things that go wrong...

There is nothing in life that can’t be done

Now I got to stay focus and have less fun.. 

Start my Buisness and build my own brand 

Get on the Forbes as I had planned.

Thank you for giving me the strength to think straight 

I guess come to those that appreciate /await 

Thank you for given me my beautiful heart 

And giving me a second change to restart 

Our journey has been a ride 

Thank you for always guide me and show me the light...“

mbl.is