Sindri er maðurinn í lífi Kristínar

Sindri Þórhallsson og Kristín Pétursdóttir eru nýtt par.
Sindri Þórhallsson og Kristín Pétursdóttir eru nýtt par. Samsett mynd

Leikkonan Kristín Pétursdóttir greindi frá því í hlaðvarpsþættinum Hæ Hæ - Ævintýri Hjálmars og Helga að hún væri komin með kærasta. Kristín nafngreindi ekki manninn en samkvæmt öruggum heimildum Smartlands er sá heppni Sindri Þórhallsson. 

Kristín og Sindri eru búin að vera í sambandi í þó nokkurn tíma þó ekki hafi mikið farið fyrir sambandinu á Instagram. Sindri er verslunarstjóri í fataversluninni Húrra Reykjavík.

Kristín var áður í sambandi með áhrifavaldinum Brynjólfi Löve og eiga þau saman soninn Storm. Þau hættu saman fyrir rúmlega ári síðan. 

Smartland óskar Kristínu og Sindra innilega til hamingju!

mbl.is