Stjörnulæknir gekk í hjónaband á Sigló

Guðrún Ingibjörk og Haukur Smári gengu í hjónaband þann 19. …
Guðrún Ingibjörk og Haukur Smári gengu í hjónaband þann 19. júní síðastliðinn. mbl.is/Styrmir & Heiðdís

Guðrún Ingi­björg Þor­geirs­dótt­ir, lækn­ir á bráðamót­tök­unni og Haukur Smári Hlynsson hjúkrunarfræðingur gengu í hjónaband 19. júní síðastliðinn. 

Guðrún Ingibjörg er með áhuga­verða síðu á In­sta­gram sem heit­ir Dr. Lady Reykja­vík og seg­ir hún ástæðuna meðal ann­ars þá að breyta staðalí­mynd sam­fé­lags­ins um lækna. Hún hefur deilt skemmtilegum myndum af undirbúningi brúðkaupsins og ef marka má ljósmyndirnar áttu brúðhjónin fallegan brúðkaupsdag á Siglufirði. 

Hún var í viðtali nýverið þar sem hún fjallaði um tilveru lækna og að þeir væru eins og annað fólk. 

„Staðalí­mynd­in af lækn­um var áður svo­lítið þannig að lækn­ar væru dag sem nótt á spít­al­an­um og sinntu varla fjöl­skyldu eða áhuga­mál­um. Vissu­lega koma tíma­bil þar sem maður vinn­ur lang­ar tarn­ir en al­mennt ætti eng­inn að þurfa að fórna einka­líf­inu til að vera góður lækn­ir. Ég held að flest­um, séstak­lega yngra fólki, finn­ist gott að sjá að lækn­ar og heil­brigðis­starfs­fólk eiga sér líf utan lækn­is­fræðinn­ar líka.“

Smartland óskar brúðhjónunum innilega til hamingju með ráðahaginn. 

mbl.is