Blaut tuska í andlitið

Sverrir Norland.
Sverrir Norland. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ert þú allt of mikið andlega fjarverandi? Leggur þú ekki frá þér símann? Hefur þú aldrei tíma fyrir þig en horfir á Netflix öll kvöld? Hangir þú í tölvunni fram á nætur og ferð allt of seint að sofa? Þekkir þú engar fuglategundir? Flokkar þú ekki ruslið þitt? Ef þú tengir við eitthvað af þessu mæli ég hjartanlega með því að þú lesir Stríð og klið eftir Sverri Norland. Bókin fjallar um hvernig við erum að verða óhæf í mannlegum samskiptum vegna tæknibyltingarinnar og hvernig athyglisbresturinn eykst og eykst með hverjum deginum. Ef þig langar til að aftengja þig en vantar spark í rassinn þá gæti Stríð og kliður komið eins og köld vatnsgusa í andlit þitt. Tala nú ekki um ef þú ert í afneitun og streitist sífellt á móti. Hún fjallar líka um það hvernig við förum með jörðina og hvernig við getum varla dregið andann ein okkar liðs nema að vera með eitthvað í eyrunum. Við erum mörg hver nefnilega ekkert öðruvísi en unglingarnir þegar öllu er á botninn hvolft. 

Bókin Stríð og kliður er ellefta bók Sverris.
Bókin Stríð og kliður er ellefta bók Sverris.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »