Fræga fólkið skemmti sér í afmæli Hrefnu á Ítalíu

Hrefna Bachmann bauð til veislu á Ítalíu í gærkvöldi.
Hrefna Bachmann bauð til veislu á Ítalíu í gærkvöldi. Samsett mynd

Það var allt á útopnu í gærkvöldi í bænum Petritoli á Ítalíu í gærkvöldi þegar Hrefna Bachmann markaðssérfræðingur hélt upp á 50 ára afmæli sitt. Ef hressasti Íslendingurinn væri valinn þá kæmist Hrefna án efa á þann lista. Hrefna býr í Lundúnum ásamt fjölskyldu sinni en í vikunni fóru vinir hennar og fjölskyldunnar að streyma til Ítalíu til að taka þátt í gleðinni. 

Á meðal gesta voru Magnús Scheving og eiginkona hans, Hrefna Sverrisdóttir, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi eins og hann er kallaður og eiginkona hans, Íris Ösp Bergþórsdóttir, Björk Eiðsdóttir á Fréttablaðinu og Karl Ægir Karlsson doktor í svefnrannsóknum, Gyða Dan Johansen fyrrverandi eiginkona Ara Edwald, Hildur Hafstein skartgripahönnuður og Sigurður Ólafsson eiginmaður hennar. Sonur þeirra Hildar og Sigurðar, rapparinn Birnir var líka á svæðinu og líka rapparinn Flóni. Jökull Júlíusson í Kaleo var í veislunni og tók lagið. 

Smartland óskar Hrefnu innilega til hamingju með afmælið! 

mbl.is