„Þetta er bara meðvirkni“

Uppistandarinn Ari Eldjárn var með fastmótaðar hugsanir um það hvernig hann vildi hafa fyrsta Áramótaskaupið sem hann fékk að skrifa, þá 25 ára. Í ferlinu kom honum þó margt á óvart.

Ari var gestur þeirra Helga Jean Claessen og Hjálmars Arnar Jóhannssonar í hlaðvarpinu Hæ hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars. Ari mætti örlítið seint í spjallið um morguninn sem leiddi út í pælingar um svefn.

„Það er svona lítið áfall að vakna, sagði Ari. Það er svona sjóara hugsanaháttur í manni. Farðu á fætur! Dagurinn er byrjaður! Dagurinn er ónýtur. Ég tek alveg það stundum. Mér finnst gaman að vakna rétt áður en sá gæi vaknar. Það er eins og það sé kvíðinn aukaútgáfa af manni sem vaknar á undan manni og segir: Á fætur. Þetta er of seint. Þetta verður vondur dagur. Það er gaman að sjá hann laumast út - og vera sjálfur kominn fram og segja: Blessaður.“

Strákarnir spurðu Ara út í áramótaskaupið - og hvernig væri að skrifa skaupið. Ari sagði það hafi verið krefjandi að mæta sjálfum sér í hópastarfi. Hann hafi til að mynda ekki gefið mikið fyrir hugmynd Þorsteins Guðmundssonar um „Ólíf Ragnar Grímsson“.

„Ég var með fastmótaðar hugmyndir um Skaupið. Ég fæ að skrifa það í fyrsta skipti 25 ára gamall.“

Ari segist hafa verið viðamikinn skets „Kvikmynd Baugsfeðga um Bónus málið. „Þetta var stór skets sem tók marga daga að filma. Það var sprengdur bíll. Svona á að gera fyndið! Svo bara setur Steini á sig hárkollu og segir: Ólífur Ragnar Grímsson.“

Ari segist þá hafa orðið að viðurkenna að það hafi verið besti sketsinn í Skaupinu það árið.
„Það var svo gaman að fatta að ég hef ekki alltaf kontról á öllu - og ekki alltaf auga fyrir öllu,“ segir Ari.

Þegar kemur að uppistandinu segir Ari að hann sé öruggur að koma fram - og vera lítið stressaður. Það séu hins vegar tímar á milli sem geta verið erfiðir.

„Ég hef sjaldan upplifað það að vera voðalega öruggur. Ég er annað hvort að berjast við neikvæðni eða reyna að gera gott úr öllu.“

Grínið er því oft skapað í meðvirkni. „Þetta er bara meðvirkni. Ef maður væri búinn að vinna í öllum sínum málum og losna við alla sína meðvirkni þá segði maður: Þetta er það sem mér finnst. Mér er sama hvað öllum öðrum finnst.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál