Íslenskur áhrifavaldur handtekinn á Spáni

Íslenskur áhrifavaldur hefur verið handtekinn á Spáni.
Íslenskur áhrifavaldur hefur verið handtekinn á Spáni. Ljósmynd/Unsplash

Íslenskur ríkisborgari hefur verið handtekinn á Spáni og er nú í haldi lögreglunnar þar í landi.  Samkvæmt upplýsingum Smartlands er maðurinn þekktur áhrifavaldur á Íslandi og er á þrítugsaldri. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins staðfestir í samtali við Smartland að íslenskur ríkisborgari hafi verið handtekinn á Spáni í mars. 

„Ég get staðfest að í síðasta mánuði var leitað til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins í tengslum við handtöku á íslenskum ríkisborgara á Spáni,“ segir Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins. 

Unnusta mannsins vildi ekki tjá sig um málið þegar Smartland leitaði viðbragða.

mbl.is