„Ég hef heyrt allskonar um mig en ég veit fyrir hvað ég stend“

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir.
Athafnakonan og áhrifavaldurinn Birgitta Líf Björnsdóttir. Skjáskot/Instagram.

Athafnakonan Birgitta Líf Björnsdóttir var á dögunum gestur í hlaðvarpsþættinum Jákastið þar sem hún ræddi um lífið, slúðrið og áskoranirnar sem opinber persóna. Birgitta er eigandi skemmtistaðarins Bankastræti Club og er markaðsstjóri líkamsræktarstöðvarinnar World Class, sem er í eigu foreldra hennar.

Birgitta segir ljótar athugasemdir fylgja því að vera opinber persóna. „Maður fær allskonar skítakomment, fólk heldur eitthvað annað um mann heldur en er satt, heldur að maður sé einhvern veginn öðruvísi eða bara einhver algjör prímadonna eða whatever, sem ég get alveg verið líka og ég algjörlega viðurkenni það.“

Fékk ráð frá pabba

Hún segist ekki lesa komment um sig í dag, en viðurkennir að í byrjun þegar hún kom fyrst fram í sviðsljósið hafi hún gert það. Þá fékk hún ráð frá pabba sínum sem hún minnir sig reglulega á: „Ekki lesa kommentin, ekki pæla í þessu. Þú veist fyrir hvað þú stendur og hvað þú gerir og bara kassann út.“

„Ég hundrað prósent veit sjálf fyrir hvað ég stend og mín gildi. Ég vil vera fyrirmynd og ég veit að ég er góð fyrirmynd. Ég fæ oft skilaboð frá mömmum sem eiga kannski ungar stelpur og svona.“

„En einhver svona leiðinda komment um mína persónu eða að ég eigi að vera gera eitthvað eða í einhverju shady dæmi sem að ég bara er alls ekki, maður nennir ekki að hlusta á það. Allir í kringum mig vita hvernig ég er og hvað ég er með heilbrigðan og flottan lífsstíl.“

Vill vera góð fyrirmynd

Birgitta segist oft vera spurð að því hvernig það fari saman að vera með skemmtistað og líkamsræktarstöð. „Ég segi bara mjög vel af því ég er sérstaklega að impra heilbrigt djamm. Mæta snemma, ég er aldrei til lokunar á klúbbnum, ég er ekki fram á miðjan morgun.“

„Ég drekk áfengi og ég vil sýna að maður geti gert það - mjög frábært ef fólk gerir það ekki - en mér finnst það skemmtilegt. Mér finnst gott að fá mér vín, mér finnst gott að fá mér kokteila með vinkonunum í góðu veðri eða whatever, og ég vil þá líka geta sýnt að það er hægt að gera það í góðu hófi. Ég held ég geti sagt að ég hafi aldrei farið eitthvað overboard eða í eitthvað blackout eða neitt svoleiðis. Ég hef aldrei reykt sígarettur eða neitt, eða gert neitt sem er sterkara en áfengi. Ég hef heyrt allskonar um mig en ég veit fyrir hvað ég stend. Allir í kringum mig eru bara: „Pff Birgitta, hún er síðasta manneskjan sem myndi gera eitthvað.“ Ég vil vera fyrirmynd og sýna að maður geti gert bæði. Maður getur gert þetta á heilbrigðan hátt, farið heim, vaknað, farið í göngutúr með hundinn eða í gymmið eða hvað sem er.“

Vinkonuhópurinn LXS 

Birgitta er partur af skvísuhóp sem kallar sig LXS, en ásamt Birgittu eru í hópnum þær Sunneva Eir Einarsdóttir, Ína María Norðfjörð, Kristín Pétursdóttir, Ástrós Traustadóttir, Hildur Sif Hauksdóttir og Magnea Björg Jónsdóttir. 

Vinkonuhópurinn varð til sumarið 2020 þegar vinur Birgittu var að skipuleggja lúxus ferð og hafði samband við Birgittu. „Hann spyr mig hvort ég sé ekki til í að heyra í einhverjum vinkonum mínum og setja saman einhvern skemmtilegan hóp, og þetta var náttúrulega með það að leiðarljósi að auglýsa þetta, það voru fyrirtæki sem voru að sponsa þessa ferð.“

„Þannig þá náttúrulega átti ég að finna vinkonur sem væru kannski á samfélagsmiðlum og væru til í að taka þátt og auglýsa.“ Í kjölfarið hafði Birgitta samband við nokkrar vinkonur sínar sem hún þekkti úr mismunandi áttum. „Þannig ég í rauninni þekkti allar en þær þekktust ekki allar fyrirfram.“

Út frá þessari ferð varð vinkonuhópurinn til. „Dínamíkin í hópnum var einhvern veginn bara fullkomin og það bjóst enginn við að við myndum ná svona vel saman eða að þetta yrði svona skemmtilegur hópur úr. Það var ekkert planað, það var bara þessi ferð og thats it.“

Stelpurnar innsigluðu vináttuna með húðflúrinu LXS í fyrra. „Þetta er skammstöfun úr snapchat grúppunni okkar, eitthvað svona djók nafn og það var einhvern tímann sem við vorum út að borða og vorum að grínast með það hvort við ættum ekki að fá okkur allar matching tattú. Þá voru ég og tvær aðrar ekki með nein tattú og ætluðum aldrei að fá okkur tattú þannig það var svona svolítill tími að sannfæra okkur, en ótrúlega skemmtilegt og við fengum okkur allar eitthvað lítið tattú.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn í heild sinni hér

mbl.is