„Brjóst eru bara fokking brjóst“

Kara Kristel Signýjardóttir segir slíka myndbandsbirtingu jaðra við hefndarklám eða …
Kara Kristel Signýjardóttir segir slíka myndbandsbirtingu jaðra við hefndarklám eða ofbeldi. Skjáskot/Instagram

Samfélagsmiðlastjarnan Kara Kristel Signýjardóttir sendi manneskjunni sem tók myndband af brjóstum vinkonu hennar á djamminu niðri í bæ um síðustu helgi væna pillu á Instagram í gær. Myndbandið af brjóstum vinkonu hennar er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum, en það manneskjan tók það í leyfisleysi þegar toppur hennar færðist til á dansgólfinu og huldi ekki brjóstin. 

Kara segir í færslu sinni að það sem frekar sorglegt að manneskjan hafi tekið upp myndbandið og enn sorglegar að deila myndbandinu með öðrum með það að markmiði að niðurlægja hana.

„Það að gella birti „hot as fuck“ „bikinimyndir“ á Instagram gefur alls ekki leyfi fyrir svona uppátækjum, þetta jaðar við hefndarklám/ofbeldi,“ skrifar Kara Kristel. Hún segir ekkert ljótara en að manneskja taki myndband af líkamspörtum annarra í leyfisleysi og dreifi því svo.

„Brjóst eru líka bara fokking brjóst, en við sem eigum brjóstin ættum að fá að stjórna því sjálf hvaða myndefni fer í dreifingu og síðast en ekki síst… „Grow up“,“ skrifar Kara Kristel.

mbl.is