Jón Daði og María saman í áratug

María Ósk Skúladóttir og Jón Daði Böðvarsson eru búin að …
María Ósk Skúladóttir og Jón Daði Böðvarsson eru búin að vera saman í áratug. Skjáskot/Instagram

Fótboltamaðurinn Jón Daði Böðvarsson og María Ósk Skúladóttir eru búin að vera kærustupar í tíu ár. Parið fagnaði áfanganum í gær og birti fallegar myndir af sér á Instagram. 

Jón Daði leikur nú með Bolton á Englandi en hann leikur einnig með íslenska landsliðinu og á að baki 64 leiki með A-landsliðinu. 

Parið trúlofaði sig árið 2017. Þau eiga saman eina dóttur, Sunnevu Sif, sem kom í heiminn árið 2019 og er því þriggja ára gömul. 

Smartland óskar þeim til hamingju með áfangann!

View this post on Instagram

A post shared by MARÍA ÓSK (@mariaosk22)

mbl.is