Instagram: Djammtoppurinn entist ekki út kvöldið

September er kominn í öllu sínu veldi. Fólk er ýmist á útopnu að njóta skemmtanalífsins eða bara rúntinum. Á meðan Sunneva Eir Einarsdóttir klæddist glæsilegum bleikum SKIMS-kjól fór Birgitta Líf á rúntinn. Eitt af því sem fólk lærði var að sum föt endast ekki út kvöldi. 

Djammtoppurinn gaf sig!

Elín Stefánsdóttir klæddi sig upp á um helgina og fór á djammið í þessum glitrandi djammtopp. Djammtoppurinn lifði kvöldið ekki af og datt í sundur. Myndin er hinsvegar góð og mun lifa þrátt fyrir að toppurinn hafi ekki hangið saman. 

Útlönd að gefa!

Tónlistarmaðurinn og leikarinn Júlí Heiðar naut lífsins í Róm. Þrátt fyrir hita þá var Róm æði. 

Tveir taparar! 

Íþróttafréttamennirnir Kristjana Arnarsdóttir og Edda Sif Pálsdóttir voru báðar tilnefndar sem sjónvarpsmaður ársins á Eddunni. Þær unnu ekki en voru eiturhressar þrátt fyrir það. 

Bjarni Ben skemmti sér í Hörpu!

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór á afmælistónleika í Hörpu. Um er að ræða 30 ára afmælisteinleika Stórsveitar Reykjavíkur. 

4. sætið! 

Dansarinn Hanna Rún fagnaði því að þau hjónin hefðu hafnað í 4. sæti á Evrópumótinu í dansi um helgina. 

Allt í rauðu! 

Kynfræðingurinn Sigga Dögg er búin að skrifa nýja bók um blæðingar. Hún pósar í rauðum kjól á forsíðu bókarinnar sem gæti varla verið meira viðeigandi og í stíl við efni bókarinnar. 

Berglind í alsælu! 

Berglind Pétursdóttir var alsæl að Vikan með Gísla Marteini hafi verið valin skemmtiþáttur ársins. 

Úti að rúnta! 

Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class og meðlimur í LXS-hópnum fékk sér ný sólgleraugu og fór út að keyra. 

Skúli gerði fínt!

Skúli Mogensen er að gera allt klárt í Hvammsvík. Núna er hann búinn að koma upp þessu fína borðstofuborði og stólum í hlöðunni en húsgögnin voru áður heima hjá Skúla þegar hann bjó við Fjölnisveg í Reykjavík. 

View this post on Instagram

A post shared by Skuli Mogensen (@skulimog)

Með sixpakk í lóninu!

Crossfit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir fagnaði afmælinu sínu með stæl í Sky Lagoon. Af myndum að dæma naut hún dagsins til hins ýtrasta í sólinni og segist vera þakklát fyrir að eldast svona vel. 

Njóta njóta njóta!

Athafnakonan Elísabet Metta Ásgeirsdóttir ætlar að njóta sín í botn í sólinni ásamt fjölskyldu sinni eftir annasamt sumar. 

Í barbí-bleiku frá Kim Kardashian!

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Sunneva Einarsdóttir klæddi sig upp í bleikan kjól frá merkinu SKIMS, sem er í eigu Kim Kardashian. Sunneva virðist ætla að rokka barbí-bleikum fram í haustið, en liturinn hefur verið sérstaklega áberandi í Hollywood í sumar. 

mbl.is