Kristján Einar segist hafa orðið vitni að morði í fangelsinu

Kristján Einar Sigurbjörnsson segist hafa orðið vitni að bæði nauðgun …
Kristján Einar Sigurbjörnsson segist hafa orðið vitni að bæði nauðgun og morði í fangelsinu í Málaga á Spáni. Skjáskot/YouTube

Kristján Einar Sigurbjörnsson, sem sat í átta mánuði í fangelsi í Málaga á Spáni, segir að hann hafi orðið vitni að morði í fangelsinu. Kristján ræddi um fangelsisvistina í viðtali við Sölva Tryggvason.

„Þetta er verra en þetta verra en í bíómyndunum. Ég áttaði mig bara á því strax á fyrsta degi að ég þurfti að leggja mannlegu hliðina til hliðar. Núna þarf ég bara að vera skepna til að lifa af,“ segir Kristján. 

Dæmdir fyrir manndráp og kynferðisbrot

Hann segir að fyrsta hálfa árið hafi hann verið í rangri álmu í fangelsinu, hann hafi verið settur í álmu með innlendum föngum, morðingjum og kynferðisbrotamönnum. Hann hafi hins vegar átt að vera í álmu fyrir erlenda fanga og var hann þar síðustu mánuðina. Hann segist ekki hafa skilið orð, því enginn talaði ensku, og hann talaði ekki spænsku. 

Fyrstu mánuðina segir Kristján ekki hafa verið í klíku til að byrja með, ekki fyrr en það komu Pólverjar í álmuna hans. Hann segist hafa þurft að gera margt sem hann langaði ekki til að gera, en þurfti að gera til að lifa af. Segist hann meðal annars hafa þurft að stinga annan mann, og var hann sjálfur stunginn í hópslagsmálum, eins og hann sagði frá á Instagram fyrr í vikunni. 

Hann segist ekki hafa fengið neina læknisaðstoð í fangelsinu og til að forðast sýkingu hafi hann notað landa sem var bruggaður í klósetti í fangaklefa. 

Látnir horfa á nauðgun

Kristján segist vera með stór ör á sálinni eftir fangelsisvistina. „Þarna inni var ekki tekið vel í það ef menn klöguðu og sögðu frá. Það var einn nítján ára piltur, ég endurtek nítján ára. Ég veit ekki yfir hverju hann klagaði, það var eitthvað tengt hans klíku. Þá var gert dæmi úr honum. Hann var rifinn úr öllu, allir látnir koma og horfa þegar honum var nauðgað,“ segir Kristján og að skilaboðin hafi verið skýr: „Þetta gerist við þig ef þú klagar“.

„Svo var morðið sem ég var vitni að,“ segir Kristján og segir það hafa gerst inni á klósetti þar sem engar myndavélar voru. „Þeir voru eitthvað að rífast. Svo bara tekur hann upp heimatilbúinn hníf, stingur hann rétt fyrir neðan naflann og ristir hann allan upp. Og það bara hrynur út,“ segir Kristján. Hann segir alla hafa verið yfirheyrða, en engan hafa sagt neitt, því annars færi fyrir þeim eins og nítján ára drengnum.

Eftir að hafa séð allt sem gekk á í fangelsinu segist Kristján ekki hafa búist við því að lifa þetta af. Hann hafi endað hvert samtal við móður sína á því að hafa sagt henni að hann elskaði hana. 

Viðtalið í heild sinni má nálg­ast á YouTu­be og á vefsíðu þátt­anna.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál