Þórunn Antonía að bugast í heimilisleit

Þórunn Antonía Magnúsdóttir heldur í vonina um jólakraftaverk.
Þórunn Antonía Magnúsdóttir heldur í vonina um jólakraftaverk. Samsett mynd

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir og börn hennar tvö eru nú í húsnæðisleit eftir að í ljós kom að mygla væri í íbúð þeirra. Myglan hefur mikil áhrif eins og sést vel á myndum sem Þórunn Antonía birti á Facebook á sama tíma og hún auglýsti eftir íbúð til leigu. 

„Ég er svona u.þ.b við það að bugast. En held þó í von um að jólakraftaverkin gerist,“ skrifar Þórunn. Hún segir mygluna hafa veikt ónæmiskerfi hennar mikið. Ef hún kemst í tæri við myglu, ilmefni, mýkingarefni eða þvottaefni bregst líkami hennar við eins og sjá má á myndunum.

„Hressandi í skammdeginu. En er einhver með langtímaleiguíbúð helst nálægt Vesturbæ með 3 svefnherbergjum svo ég breytist ekki varanlega í fílamanninn?“

Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir og börn hennar tvö eru nú í húsnæðisleit eftir að í ljós kom að mygla væri í íbúð þeirra. Myglan hefur mikil áhrif eins og sést vel á myndum sem Þórunn Antonía birti á Facebook á sama tíma og hún auglýsti eftir íbúð til leigu. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál