Svínrík og lætur ekkert stoppa sig!

Á meðan gular og appelsínugular viðvaranir mokast yfir Ísland er ekki úr vegi að koma sér vel fyrir og horfa á eitthvað sem fer með okkur í ferðalag til sólríkari staða. Heimsbyggðin hefur staðið á öndinni síðan HBO-sjónvarpsstöðin hóf að sýna sjónvarpsþættina The White Lotus. Nú eru þeir komnir til Íslands en þeir eiga heima í Sjónvarpi Símans. 

Leikkonan Jennifer Coolidge er algerlega á kostum í fyrstu og annarri þáttaröð af The White Lotus. Hún er svínrík og gráðug og lætur fátt stoppa sig þegar kemur að eigin þægindum og lúxus. Hún hikar ekki við að valta örlítið yfir annað fólk ef hún þarf þess og mörkin í mannlegum samskiptum eru óljós. Í einu skiptin sem þau eru kýrskýr er þegar hún þarf á fólki að halda. Þá er hún með öll prinsipp á hreinu. 

Í The White Lotus er fylgst með efnuðu fólki í sumarfríi. Í fyrri þáttaröðinni er hópur fólks staddur á Hawaii en í annarri þáttaröð er hópur af fólki kominn til Sikileyjar á Ítalíu. Ef þú þráir örlitla skemmtun inn í líf þitt og kannski viðurkenningu á því að þú sért ekki alveg á botni mannlegrar tilveru þá er líklegt að þú eigir eftir að sogast inn í sjónvarpið og drekka í þig græðgina, kynlífsfíknina og allt það sem hrjáir fólk í þáttunum. 

The White Lotus var valinn besti þáttur ársins á bæði Golden Globe og Emmy verðlaunahátíðinni. Önnur þáttaröðin gerist í bænum Taormina en Hall­dór Kilj­an Lax­ness var ein­mitt afar hrif­inn af bæn­um fyr­ir um 100 árum. 

Þeir sem hafa komið til Sikileyj­ar skilja kannski ekk­ert í því að per­són­urn­ar koma til eyj­unn­ar á litl­um báti með allt of marg­ar tösk­ur meðferðis. Það eru flug­vell­ir á eyj­unni, góðir veg­ir og einnig lest­ar­sam­göng­ur. Það er einnig hægt að sigla með næt­ur­ferju frá Napólí til höfuðborg­ar­inn­ar Pal­ermo. En hvað er ekki gert fyr­ir sjón­varpið?

Þætt­irn­ir voru meðal ann­ars tekn­ir upp í Pal­ermo, Nato og við Jóna­hafið sem ligg­ur að Sikiley. Four Sea­sons-hót­elið San Domenico Palace í Taormina varð fyr­ir val­inu þegar kom að tökustað að því fram kem­ur á vef Cos­mopolit­an. Fyrsta þáttaröðin sem var tek­in upp á Havaí var einnig tek­in upp á Four Sea­sons-hót­eli. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál