Bróðurdóttir Díönu í hnapphelduna

Amelia Spencer og Greg Mallet giftu sig í grennd við …
Amelia Spencer og Greg Mallet giftu sig í grennd við Höfðaborg í Suður-Afríku. Skjáskot/Instagram

Amelia Spencer, bróðurdóttir Díönu prinsessu, og Greg Mallett gengu í það heilaga í grennd við Höfðaborg í Suður-Afríku á dögunum. 

Amelia er dóttir Charles Spencers, bróður Díönu heitinnar.

Parið gifti sig á fjallstindi á landareign fjölskyldunnar, La Cotte búgarðinum, sem er í grennd við Höfðaborg. 

„Það skipti okkur svo miklu máli að geta gift okkur hér. Að vera saman hér undanfarin 14 ár, hér höfum við greg átt okkar bestu stundir saman. Og nú hefur þessi staður enn meiri þýðingu fyrir okkur,“ sagði hin þrítuga Amelia í viðtali við tímaritið Hello.

Á meðal gesta var tvíburasystir Ameliu, Eliza, og systir hennar Kitty og bróðir hennar Samuel. Charles Spencer var ekki viðstaddur brúðkaup dóttur sinnar, en ástæður þess eru enn á huldu. Einnig er óljós hvort einhver úr bresku konungsfjölskyldunni hafi heiðrað parið með nærveru sinni á stóra deginum. 

View this post on Instagram

A post shared by Greg Mallett (@gregmallett)

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál