Andlát: Þóra Dungal

Þóra Dungal er fallin frá.
Þóra Dungal er fallin frá. Ljósmynd/IMDB

Þóra Dungal, sem var áberandi í íslensku menningar-og skemmtanalífi á tíunda áratugnum, er fallin frá. Hún varð þekkt hérlendis þegar hún fór með hlutverk í íslensku kvikmyndinni Blossa árið 1997. Hún var X-kynslóðin holdi klædd og setti svip sinn á skemmtanalífið. Þóra barðist við fíkn sem dró hana til dauða.

Þóra hóf feril sinn sem fyrirsæta þegar hún var 18 ára sem leiddi hana út í kvikmyndaleik og söng. Í Blossa lék hún ævintýragjörnu Stellu en einn af handritshöfundum Blossa rakst á Þóru í sjoppu og bauð henni að vera með.

Rósa Guðmundsdóttir framleiðandi í Los Angeles minnist vinkonu sinnar en þær kynntust fyrir 20 árum.

„Vinkona mín til næstum 20 ára, Þóra Dungal er fallin frá. Við kynntumst þegar ég var nýorðin edrú á Íslandi, og hún vildi sannarlega vera það líka. Það var alltaf barátta fyrir hana. Ég vil bara heiðra minningu hennar. Hún elskaði fjölskylduna sína meira en allt annað. Hún lætur eftir sig tvær fallegar dætur. Ég er alltaf í molum þegar fíknin tekur í burtu fallegar, góðar sálir. Því miður er ekki nóg að elska aðra til að sigrast á því fyrir náð Guðs, áfram ég.Ég bið þess að þú fáir hjálp þegar þú þarft á henni að halda og farir að vinna gott prógramm. Lækning vegna áfalla er líka lífsnauðsynleg þegar þú verður edrú,“ skrifar Rósa á Facebook-síðu sinni.

„Hún elsku Þóra mín Dungal er fallin frá. Það var alltaf mjög góður vinskapur á milli okkar. Hún var náttúrutalent af Guðs náð, svo skemmtileg sem manneskja og hjarthlý var. Ég á ótrúlega góðar minningar og fallegar um hana. Aðstandendum hennar votta ég mína dýpstu samúð. Farvel fuglinn minn,“ segir Jóhann Sigmarsson kvikmyndaframleiðandi um gamla vinkonu sína.

Þóra var fædd 1976 og lætur eftir sig tvær dætur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál