Þessari ljósmynd var eytt af Facebook

Facebook eyddi þessari mynd því hún var sögð „hvetja til …
Facebook eyddi þessari mynd því hún var sögð „hvetja til neikvæðrar umræðu“.

Kona að nafni Lisa Goodman-Helefand birti meðfylgjandi ljósmynd af sér á Facebook í þeim tilgangi að sýna áhrif scleroderma-sjúkdómsins sem hún þjáist af. Sjúkdómurinn veldur bandvefsaukningu í húð og innri líffærum og eins og sjá má hefur sjúkdómurinn sérstaklega mikil áhrif á húðina í andliti Goodman-Helefand. Facebook eyddi ljósmyndinni vegna þess að myndin þótti „hvetja til neikvæðrar umræðu“. En ákvörðun ráðamanna Facebook olli mikilli reiði.

Þetta var í fyrsta sinn sem Goodman-Helman birti mynd af beru andliti sínu á samfélagsmiðlum. Hún kveðst hafa verið móðguð og sár þegar myndinni var eytt. „Þetta var mjög særandi,“ sagði Goodman-Helman í viðtali við Yahoo! News Canda.

Bloggarinn Chanel White þjáist líka af scleroderma. Hún fann til með Goodman-Helman og hvatti fólk til að birta myndir af sér án alls farða til að vekja athygli á sjúkdómnum og fordómum gagnvart honum. Ótal einstaklingar, hvort sem þeir þjást af sjúkdómnum eða ekki, hafa nú birt sjálfsmyndir af sér. Þær má skoða undir kassamerkinu #SclerodermaSelfies á Facebook, Twitter, Instagram og öðrum samfélagsmiðlum.

Bloggarinn Chanel White þjáist af scleroderma.
Bloggarinn Chanel White þjáist af scleroderma. Ljósmynd/ www.thetubefedwife.blogspot.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál